Gengi Pandoru hrundi í gær 22. febrúar 2012 06:30 Gengi hlutabréfa í danska skartgripaframleiðandanum Pandoru féll um 9% í gær í kjölfar þess að fyrirtækið birti ársuppgjör sitt fyrir 2011. Virði hlutabréfa Pandoru hefur bein áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabanki Íslands veitti nýjum eigendum FIH bankans haustið 2010. Eins og stendur stefnir í tugmilljarða króna tap Seðlabankans vegna veitingu lánsins. Pandora skilaði hagnaði upp á um tvo milljarða danskra króna í fyrra en niðurstaðan var þó langt frá því sem lagt var upp með í fjárhagsáætlun fyrirtækisins fyrir árið 2011. Í henni var gert ráð fyrir að velta Pandoru myndi aukast um 30% á síðasta ári. Niðurstaðan varð þó sú að hún stóð nánast í stað á milli ára. Þegar Pandora var skráð á markað í október 2010 var tilkynnt um að fyrirtækið myndi greiða 35% af hagnaði sínum eftir skatt út sem arð. Skráningargengið tók mið af því og var 210 danskar krónur. Í kjölfar þess að fjárhagsáætlunin var kynnt reis gengið í 386 danskar krónur um miðjan janúar í fyrra. Þegar ljóst var að hún myndi alls ekki standast hrundi gengið. Það fór lægst í 35 danskar krónur í október og stóð í rúmum 77 dönskum krónum við lok viðskipta í gær. Axcel III, sjóður í eigu FIH bankans, á 57,4% hlut í Pandoru. Eignarhluturinn er nánast eina eign sjóðsins. Virði seljendaláns sem Seðlabanki Íslands veitti þegar hann seldi FIH bankann er bundið við virði þess hlutar. Til að lánið skili Seðlabankanum einhverju þarf hagnaður vegna Axcel III að vera á bilinu 15,4-32,7 milljarðar íslenskra króna. Virði eignarhlutarins í Pandoru er í dag um 6,7 milljarðar króna. - þsj Fréttir Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa í danska skartgripaframleiðandanum Pandoru féll um 9% í gær í kjölfar þess að fyrirtækið birti ársuppgjör sitt fyrir 2011. Virði hlutabréfa Pandoru hefur bein áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabanki Íslands veitti nýjum eigendum FIH bankans haustið 2010. Eins og stendur stefnir í tugmilljarða króna tap Seðlabankans vegna veitingu lánsins. Pandora skilaði hagnaði upp á um tvo milljarða danskra króna í fyrra en niðurstaðan var þó langt frá því sem lagt var upp með í fjárhagsáætlun fyrirtækisins fyrir árið 2011. Í henni var gert ráð fyrir að velta Pandoru myndi aukast um 30% á síðasta ári. Niðurstaðan varð þó sú að hún stóð nánast í stað á milli ára. Þegar Pandora var skráð á markað í október 2010 var tilkynnt um að fyrirtækið myndi greiða 35% af hagnaði sínum eftir skatt út sem arð. Skráningargengið tók mið af því og var 210 danskar krónur. Í kjölfar þess að fjárhagsáætlunin var kynnt reis gengið í 386 danskar krónur um miðjan janúar í fyrra. Þegar ljóst var að hún myndi alls ekki standast hrundi gengið. Það fór lægst í 35 danskar krónur í október og stóð í rúmum 77 dönskum krónum við lok viðskipta í gær. Axcel III, sjóður í eigu FIH bankans, á 57,4% hlut í Pandoru. Eignarhluturinn er nánast eina eign sjóðsins. Virði seljendaláns sem Seðlabanki Íslands veitti þegar hann seldi FIH bankann er bundið við virði þess hlutar. Til að lánið skili Seðlabankanum einhverju þarf hagnaður vegna Axcel III að vera á bilinu 15,4-32,7 milljarðar íslenskra króna. Virði eignarhlutarins í Pandoru er í dag um 6,7 milljarðar króna. - þsj
Fréttir Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira