Sport

Hallldór fékk boð á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Halldór Helgason.
Halldór Helgason. Mynd/Nordic Photos/Getty
Halldór Helgason var einn af fáum snjóbrettaköppum sem var sérstaklega boðinn þátttökuréttur á HM í snjóbrettum sem fer fram í Ósló í næsta mánuði. Segir það sitt um stöðu hans í heimi snjóbrettaíþróttarinnar.

„Ég tek þessu sem miklu hrósi," segir Halldór. „Aðrir þurfa að taka þátt í keppnismótaröð sem stendur yfir allan veturinn og safna stigum til að komast inn," sagði Halldór.

„Ég reyni að taka þátt í fjórum stórum keppnum á ári en þess fyrir utan vil ég frekar nota tímann til að mynda efni fyrir snjóbrettamyndir sem við gerum. Það var því mjög þægilegt að fá boð og þurfa ekkert annað að gera en að mæta," bætir hann við í léttum dúr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×