Nautn að sýna í skjaldborgarbíói 6. júní 2012 21:00 Heimildarmyndin Hreint hjarta eftir Grím Hákonarson bar sigur úr býtum í áhorfendakosningu á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði á dögunum. Grímur segir mjög ánægjulegt að fá þessi verðlaun fyrir mynd sem hann gerði án nokkurra styrkja. Hreint hjarta fjallar um séra Kristin Friðfinnsson, sóknarprest á Selfossi, með áherslu á sálgæsluhlutverk hans, útistöður hans við kirkjuyfirvöld og áhrifin sem þetta hefur á hann sjálfan. Grímur Hákonarson, leikstjóri myndarinnar, leitaði upphaflega til Kristins þegar hann vantaði upplýsingar um störf sveitapresta fyrir kvikmyndahandrit sem hann var að skrifa. „Ég kannaðist við Kristin, hann hafði fermt frænda minn og maður hafði heyrt ýmsar sögur af honum. Hann tók mér mjög vel og leiddi mig í allan sannleika um hvað hann væri að gera. Mér fannst hann mjög merkilegur karakter og það kom mér á óvart að heyra af ýmsum þeim verkefnum sem hann er fenginn í, til dæmis að kveða niður drauga í íbúðarhúsum og þess háttar. Í framhaldinu bauð Kristinn mér að gera mynd um þetta efni og leyfa mér að fylgjast með störfum sínum og taka allt upp. Frumkvæðið kemur því frá honum en það er ekki fyrr en eftir að við byrjum á myndinni sem þessar deilur innan kirkjunnar koma upp og fléttuðust óumflýjanlega inn í atburðarásina.“ Vildi gera dauðanum skilMeð merkilegustu atriðum myndarinnar eru fundir séra Kristins með sóknarbarni sínu og góðvini, Halldóri H. Hafsteinssyni, sem er dauðvona og horfist í augu við það sem fram undan er af algjöru æðruleysi. „Dauðinn er svo veigamikill þáttur í starfi prestsins og ég lagði mikla áherslu á að gera því skil með einhverjum hætti. Halldór var góður vinur Kristins og meira en viljugur til að taka þátt í þessu og það reyndist algjörlega ómetanlegt. Fjölskylda hans var sömuleiðis hlynnt því að við notuðum efnið, hún hefur fengið að sjá myndina og er mjög ánægð.“ Hlutverk sálusorgarans tekur líka sinn toll, eins og sýnt er í myndinni. „Inntakið er að hann er alltaf að hjálpa öðrum, en eftir því sem líður á myndina þarf hann líka að takast á við eigin vandamál. Þetta reynir mikið á Kristin, því þrátt fyrir stórskorið útlit er hann næmur maður og viðkvæmur hið innra.“ Eftir að hafa aðallega unnið að stærri verkefnum undanfarin ár, síðast leiknu myndina Sumarlandið, segir Grímur það hafa verið góða tilbreytingu að gera litla mynd upp á eigin spýtur. „Mig langaði til að gera eitthvað algjörlega sjálfstætt, leita aftur í ræturnar sem einyrki. Ég keypti myndavél og gerði þessa mynd nánast einn. Það er ekki síst ánægjulegt að fá þessu góðu viðbrögð í ljósi þess að myndin fékk enga styrki.“ Ákveðinn gæðastimpillGrímur segir það hafa talsvert gildi að vinna til verðlauna á Skjaldborgarhátíðinni. „Hátíðin hefur fest sig í sessi og þetta er orðinn ákveðinn gæðastimpill, eykur til dæmis líkurnar á að myndin verði sýnd á RÚV. Þetta er rós í hnappagatið en líka góð kynning. Ég kláraði myndina daginn áður en hún var sýnd; það er gagnlegt að sjá hvernig salurinn brást við og maður fær viðbrögð frá fólki sem gefur manni kost á að snurfusa hana áður en hún verður tekin til sýninga í haust. Þá verður hún vonandi búin að spyrjast vel út yfir sumarið. Svo er líka ákveðin rómantík að frumsýna mynd úti á landi, það er algjör nautn að fá að sýna í Skjaldborgarbíó, þetta er æðislegt hús og gaman að heimamenn fjölmenntu á myndina og tóku henni vel.“ Grímur segir þó stemninguna á Skjaldborg fyrst og fremst vera afslappaða. „Þetta er ekki hátíð sem tekur sig hátíðlega; menn eru ekki skiptast á nafnspjöldum eða landa dílum, þetta eru bara kvikmyndagerðarmenn og kvikmyndaunnendur að hittast og gera sér glaðan dag. Sem er frábært.“ bergsteinn@frettabladid.is Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Heimildarmyndin Hreint hjarta eftir Grím Hákonarson bar sigur úr býtum í áhorfendakosningu á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði á dögunum. Grímur segir mjög ánægjulegt að fá þessi verðlaun fyrir mynd sem hann gerði án nokkurra styrkja. Hreint hjarta fjallar um séra Kristin Friðfinnsson, sóknarprest á Selfossi, með áherslu á sálgæsluhlutverk hans, útistöður hans við kirkjuyfirvöld og áhrifin sem þetta hefur á hann sjálfan. Grímur Hákonarson, leikstjóri myndarinnar, leitaði upphaflega til Kristins þegar hann vantaði upplýsingar um störf sveitapresta fyrir kvikmyndahandrit sem hann var að skrifa. „Ég kannaðist við Kristin, hann hafði fermt frænda minn og maður hafði heyrt ýmsar sögur af honum. Hann tók mér mjög vel og leiddi mig í allan sannleika um hvað hann væri að gera. Mér fannst hann mjög merkilegur karakter og það kom mér á óvart að heyra af ýmsum þeim verkefnum sem hann er fenginn í, til dæmis að kveða niður drauga í íbúðarhúsum og þess háttar. Í framhaldinu bauð Kristinn mér að gera mynd um þetta efni og leyfa mér að fylgjast með störfum sínum og taka allt upp. Frumkvæðið kemur því frá honum en það er ekki fyrr en eftir að við byrjum á myndinni sem þessar deilur innan kirkjunnar koma upp og fléttuðust óumflýjanlega inn í atburðarásina.“ Vildi gera dauðanum skilMeð merkilegustu atriðum myndarinnar eru fundir séra Kristins með sóknarbarni sínu og góðvini, Halldóri H. Hafsteinssyni, sem er dauðvona og horfist í augu við það sem fram undan er af algjöru æðruleysi. „Dauðinn er svo veigamikill þáttur í starfi prestsins og ég lagði mikla áherslu á að gera því skil með einhverjum hætti. Halldór var góður vinur Kristins og meira en viljugur til að taka þátt í þessu og það reyndist algjörlega ómetanlegt. Fjölskylda hans var sömuleiðis hlynnt því að við notuðum efnið, hún hefur fengið að sjá myndina og er mjög ánægð.“ Hlutverk sálusorgarans tekur líka sinn toll, eins og sýnt er í myndinni. „Inntakið er að hann er alltaf að hjálpa öðrum, en eftir því sem líður á myndina þarf hann líka að takast á við eigin vandamál. Þetta reynir mikið á Kristin, því þrátt fyrir stórskorið útlit er hann næmur maður og viðkvæmur hið innra.“ Eftir að hafa aðallega unnið að stærri verkefnum undanfarin ár, síðast leiknu myndina Sumarlandið, segir Grímur það hafa verið góða tilbreytingu að gera litla mynd upp á eigin spýtur. „Mig langaði til að gera eitthvað algjörlega sjálfstætt, leita aftur í ræturnar sem einyrki. Ég keypti myndavél og gerði þessa mynd nánast einn. Það er ekki síst ánægjulegt að fá þessu góðu viðbrögð í ljósi þess að myndin fékk enga styrki.“ Ákveðinn gæðastimpillGrímur segir það hafa talsvert gildi að vinna til verðlauna á Skjaldborgarhátíðinni. „Hátíðin hefur fest sig í sessi og þetta er orðinn ákveðinn gæðastimpill, eykur til dæmis líkurnar á að myndin verði sýnd á RÚV. Þetta er rós í hnappagatið en líka góð kynning. Ég kláraði myndina daginn áður en hún var sýnd; það er gagnlegt að sjá hvernig salurinn brást við og maður fær viðbrögð frá fólki sem gefur manni kost á að snurfusa hana áður en hún verður tekin til sýninga í haust. Þá verður hún vonandi búin að spyrjast vel út yfir sumarið. Svo er líka ákveðin rómantík að frumsýna mynd úti á landi, það er algjör nautn að fá að sýna í Skjaldborgarbíó, þetta er æðislegt hús og gaman að heimamenn fjölmenntu á myndina og tóku henni vel.“ Grímur segir þó stemninguna á Skjaldborg fyrst og fremst vera afslappaða. „Þetta er ekki hátíð sem tekur sig hátíðlega; menn eru ekki skiptast á nafnspjöldum eða landa dílum, þetta eru bara kvikmyndagerðarmenn og kvikmyndaunnendur að hittast og gera sér glaðan dag. Sem er frábært.“ bergsteinn@frettabladid.is
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira