Fótbolti

Buðu 205 milljónir punda í Messi

Lionel Messi hefur verið sjóðheitur í ár. Mynd/Getty Images
Lionel Messi hefur verið sjóðheitur í ár. Mynd/Getty Images
Samkvæmt heimildum The Sun þá mun rússneska knattspyrnuliðið Anzhi Makhachkala hafa nýtt sér klásúlu í samningi Lionel Messi og boðið 205 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Messi gerði nýverið nýjan samning við Barcelona fyrir skömmu en þar var klásúla um að hann gæti farið frá félaginu ef á borðið kæmi 205 milljón punda tilboð.

Talið er að Anzhi Makhachkala hafi boðið Messi 460 þúsund pund á viku í laun fyrir að flytjast til Rússlands og leika fyrir liðið. Messi mun hins vegar hafa hafnað því að ganga til liðs við liðið og verður því áfram hjá Barcelona.

Messi hefur skoraði 91 mark á árinu og hefur þrisvar verið valinn besti knattspyrnumaður heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×