Fótbolti

Liverpool mætir Zenit í Evrópudeildinni | Chelsea mætir Sparta Prag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/GEtty
Liverpool dróst á móti rússneska liðinu Zenit frá Pétursborg í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu en dregið var í dag. Chelsea leikur gegn Sparta Prag frá Tékklandi og Gylfi Sigurðsson og félagar hjá Tottenham mæta Lyon.

Kolbeinn Sigþórsson verður vonandi búinn að hrista af sér axlarmeiðsli sín fyrir leiki Ajax gegn Steaua frá Búkarest. Atletico Madrid sem á titil að verja mætir Rubin Kazan frá Rússlandi.

Drátturinn

Bate - Fenerbahce

Inter - CFR Cluj

Levante - Olympiacos

Zenit - Liverpool

Dynamo Kiev - Bordeaux

Leverkusen - Benfica

Newcastle - Metalist

Stuttgart - Genk

Atletico Madrid - Rubin Kazan

Ajax - Steaua Búkarest

Basel - Dnipro

Anzhi - Hannover 96

Sparta Prag - Chelsea

Borussia Mönchengladbach - Lazio

Tottenham - Lyon

Napoli - Victoria Plzen

Fyrri leikir liðanna fara fram 14. febrúar en þeir síðari viku síðar.

Einnig er ljóst hvernig liðin raðast saman í 16-liða úrslitum.

Napoli - Victoria Plzen / Bate - Fenerbahce

Leverkusen - Benfica / Dynamo Kiev - Bordeaux

Anzhi - Hannover 96 / Newcastle - Metalist

Stuttgart - Genk / Borussia Mönchengladbach - Lazio

Tottenham - Lyon / Inter - CFR Cluj

Levante - Olympiacos / Atletico Madrid - Rubin Kazan

Basel - Dnipro / Zenit - Liverpool

Ajax - Steaua Búkarest / Sparta Prag - Chelsea

Leikirnir fara fram 7. og 14. mars.

Atletico Madrid á titil að verja en liðið lagði Athletic Bilbao í úrslitaleik síðastliðið vor. Kólumbíumaðurinn Falcao skoraði tvö mörk en hann skoraði einnig sigurmarkið í úrslitaleik keppninnar árið á undan. Þá lagði Porto landa sína í Braga 1-0 í úrslitaleik.

Úrslitaleikur keppninnar í ár fer fram á Amsterdam-leikvanginum þann 15. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×