Innlent

Konan farin úr landi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá leitinni að Matthíasi Mána fyrr í vikunni.
Frá leitinni að Matthíasi Mána fyrr í vikunni.

Konan, sem Matthías Máni Erlingsson var dæmdur fyrir að ráðast á, er farin úr landi með börnum sínum. Þetta staðfestir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

„Skömmu áður en hann strauk af Litla-Hrauni var hann búinn að hóta henni og börnunum lífláti og eftir að hann slapp þá fór hún huldu höfði og hún er farin úr landi núna,“ segir Arnar Rúnar Marteinsson. Forsendan fyrir stroki Matthíasar sé því algjörlega brostin.

Arnar Rúnar segir jafnframt að konan hafi farið úr landi að eigin frumkvæði en ekki frumkvæði lögreglunnar. Þá segir Arnar að fjölskyldu Matthíasar Mána líði mjög illa núna „Ættingjum hans líður mjög illa að vita af honum bara einhversstaðar yfir jólin,“ segir Arnar. Þau vilji fá hann í öruggt skjól. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×