Fótbolti

Mörkin hans Messi orðin 88

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Messi fagnar fyrra marki sínu ásamt David Villa og Xavi.
Messi fagnar fyrra marki sínu ásamt David Villa og Xavi. Nordicphotos/AFP
Lionel Messi heldur áfram að bæta markamet Þjóðverjans Gerd Müller. Messi skoraði tvíveigis í 2-0 sigri Barcelona á Cordoba í fyrri leik liðanna í spænska Konungsbikarnum í kvöld.

Cordoba leikur í b-deildinni á Spáni og hafði þjálfari liðsins lýst því yfir fyrir leik að hann væri ráðalaus hvernig hans lið ætti að stöðva Argentínumanninn snjalla.

Messi skoraði fyrra markið strax á 11. mínútu og bætti við því seinna, eins og hann gerir oftar en ekki, í síðari hálfleik. Messi hefur nefnilega oftar skorað tvö mörk í leik með Barcelona á árinu 2012 en eitt mark.

Liðin mætast öðru sinni í Barcelona í næstu viku.

Messi hefur nú skorað 88 mörk á almanaksárinu 2012 en á sunnudaginn bætti hann 40 ára gamalt met Þjóðverjans Gerd Müller. Þýski framherjinn skoraði 85 mörk árið 1972.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×