Erlent

Lík fannst á heimili manns sem tengdur er árásinni

MYND/AP

Enn er ekki vitað hvort að vígamaðurinn í grunnskólanum Sandy Hook í Connecticut hafi verið einn á ferð. Lögregluyfirvöld í bænum Newtown hafa staðfest að einn árásarmaðurinn hafi fallið á vettvangi.



Staðfest tala látinna er nú 27, þar af létust 18 börn í skotárásinni.



Þá hafa yfirvöld einnig staðfest að einn einstaklingur sé nú haldi í lögreglu, grunaður um aðild að skotárásinni. Lík fannst á heimili mannsins þegar vettvangsrannsókn lögreglu hófst. Ekki hefur verið greint frá nafni hins látna né tenglsum hans við hinn grunaða.



Talið er að árásarmaðurinn í Sandy Hook hafi verið vopnaður tveimur byssum. Önnur var .223 kalíbera riffill. Þá hafa fjölmiðlar vestanhafs greint frá því að vígamaðurinn hafi verið í skotheldu vesti.



Lögregluyfirvöld í Connecticut og New Jersey vinna nú hörðum höndum við að rannsaka staði sem taldir eru tengjast árásinni. Ríkisstjóri Connecticut, Dan Malloy, hefur þó brýnt fyrir fólki að hættan sé liðin hjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×