Fótbolti

Pellegrino tók pokann sinn eftir stórt tap

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Pellegrino á blaðamannafundi eftir tapið í gær.
Pellegrino á blaðamannafundi eftir tapið í gær. Nordicphotos/Getty
Mauricio Pellegrino var í gærkvöldi sagt upp störfum sem þjálfari Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Uppsögnin kom í kjölfarið á 5-2 tapi liðsins á heimavelli gegn Real Sociedad.

Argentínumaðurinn tók við liðinu að lokinni síðustu leiktíð af Unai Emery. Undir hans stjórn hefur Valencia þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Gengi liðsins í spænsku úrvalsdeildinni hefur hins vegar valdið vonbrigðum.

Valencia lék manni færri meirihluta leiksins gegn Sociedad á heimavelli sínum í gær. Forseti félagsins sagði ákvörðunina afar erfiða enda Pellegrino fyrrum leikmaður félagsins.

Pellegrino er annar þjálfarinn sem fær að taka pokann sinn í spænsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Mauricio Pochettino var sagt upp störfum hjá Espanyol á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×