Fótbolti

Özil ósáttur við gagnrýni

Þýski landsliðsmaðurinn Mesut Özil er á meðal þeirra leikmanna Real Madrid sem hafa fengið talsverða gagnrýni í vetur fyrir sinn leik. Það er hann ekki sáttur við.

Þjóðverjinn telur að hann eigi skilið meira lof fyrir sinn leik og segir að það sé ekki hægt að kenna honum um slaka byrjun Real í spænsku deildinni.

"Svona almennt virðist fólk búast við stórbrotnum leik í hvert skipti. Að eiga venjulegan leik er ekki lengur nóg. Þá kemur strax gagnrýni. Maður verður að venjast því sem leikmaður Real Madrid," sagði Özil.

"Ég er alltaf til í að hlusta á uppbyggilega gagnrýni. Fólk virðist samt gleyma góðu leikjunum mínum. Þetta snýst um frammistöðu liðsins. Við höfum ekki alltaf náð okkur á strik og gert of mörg mistök.

"Við vinnum og töpum saman. Það er samt nóg eftir af tímabilinu og við munum koma til baka."

Özil er búinn að skora tvö mörk í vetur og leggja upp þrjú önnur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×