Fótbolti

Messi bætti markametið er Barcelona vann Betis

SÁP skrifar
Barcelona vann fínan sigur á Real Betis, 2-1, á heimavelli Betis. Lionel Messi sló markamet Gerd Müller í leiknum en Argentínumaðurinn gerði tvö mörk í leiknum.

Messi gerði fyrsta mark leiksins eftir rúmlega korters leik og jafnaði þá markametið. Aðeins tíu mínútum síðar skoraði Messi annað mark sitt í leiknum og hafði þá bætt metið.

Lionel Messi vantaði eitt mark til þess að bæta markamet Gerd Müller frá árinu 1972 yfir flest mörk á einu ári. Metið var 85 mörk en Messi var þarna kominn með 86 mörk og metið fallið.

Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks náði Real Betis að minnka muninn þegar Rubén skoraði laglegt mark fyrir heimamenn.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum en leikmenn Barcelona voru oft á tíðum stálheppnir að heimamenn myndu ekki jafna leikinn í síðari hálfleiknum.

Barcelona er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 43 stig en Real Betis í því fimmta með 25 stig.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×