Innlent

Sverrir Þór dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu

Sverrir Þór Gunnarsson, gjarnan nefndur Sveddi tönn hefur verið dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu, að því er DV segist hafa heimildir fyrir.

Honum er gefið að sök að hafa skipulagt smygl á 50 þúsund E-töflum til Brasilíu og var hann handtekinn annan júlí í sumar.

Sverrir á auk þessa níu ára óafplánaðan dóm á Spáni fyrir fíkniefnasmygl, en tókst að flýja áður en dómur féll. Hann á líka langan brotaferil hér á landi og var einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnaefnamálinu svonefnda um um aldamótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×