Innlent

Norrænir lögreglumenn ræddu viðbrögð við Breivik

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglumennirnir ræddu hvernig þeir geta brugðist við voðaverkum á borð við þau sem Breivik framdi.
Lögreglumennirnir ræddu hvernig þeir geta brugðist við voðaverkum á borð við þau sem Breivik framdi. Mynd/ AFP.
Fulltrúar greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sóttu á dögunum ráðstefnu í Svíþjóð um skipulagða glæpastarfsemi. Boðað var til ráðstefnunnar í framhaldi af fundi ríkislögreglustjóra Norðurlanda. Á ráðstefnunni var ákveðið að auka enn frekar samstarf landanna hvað varðar baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi og mögulegum umsvifum hryðjuverkamanna.

Í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra kemur fram að það voru líka rædd viðbrögð á Norðurlöndum með tilliti til voðaverka norska hryðjuverkamannsins Anders Breiviks. Lögð var áhersla á getu lögregluliða til að bregðast við slíkum atburðum og mikilvægi þess að Norðurlöndin skiptist á upplýsingum sem að gagni geta komið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×