Hamilton og Vettel fljótastir í Abu Dhabi Birgir Þór Harðarson skrifar 2. nóvember 2012 17:30 Hamilton var alveg mjög fljótur á fyrri æfingunni. nordicphotos/afp Þeir deildu efsta sætinu milli sín í æfingum dagsins, þeir Lewis Hamilton og Sebastian Vettel. Forskot McLaren varð að engu þegar keppnisliðin fóru á mýkri dekkjagerðina nú síðdegis. Léleg framistaða á mýkri dekkjagerðinni hlýtur að valda McLaren-liðinu áhyggjum því árangur í tímatökum gæti skipt sköpum fyrir kappaksturinn. Á meðan er Vettel í draumlandi og gæti, ef allt gengur að óskum, unnið sinn fimmta kappakstur í röð um helgina. Liðsfélagi Vettels hjá Red Bull, Mark Webber, var í örlitlum vandræðum undir lok seinni æfingarinnar. Vatn lak undan bílnum í bílskúrnum. Sérfræðingar Sky Sports segja að um sé að ræða kælivökva fyrir KERS-kerfið. Ekki liggur fyrir hvort bilunin sé alvarleg. Kappaksturinn í Abu Dhabi fer fram í ljósaskiptunum. Kappaksturinn er því ræstur í sólskyni en honum líkur þegar sólin er sest. Þessar breytilegu aðstæður gætu reynst mjög skemmtilegar í kappakstrinum í ár því nýju dekkin eru mjög viðkvæm fyrir breytingum á hitastigi brautarinnar. Fyrri æfinginBreski ökuþórinn Lewis Hamilton sem ekur McLaren-bíl í Formúlu 1 ók hraðast um kappakstursbrautina í Abu Dhabi á fyrstu æfingum keppnisliða þar í morgun. Kappaksturinn þar fer fram á sunnudag. Liðsfélagi hans Jenson Button var næst fljótastur en þriðji kom heimsmeistarinn Sebastian Vettel. Hamilton var með nokkurt forskot á Vettel. Sjö tíundu úr sekúndu skildu þá af. Fernando Alonso átti fjórða besta tíma æfingarinnar. Hann mun að öllum líkindum hugsa sér gott til glóðarinnar ef staðan verður þessi í tímatökunum á morgun því hér gæti skapast gullið tækifæri til að komast fram fyrir Vettel á brautinni.Button var á góðri siglingu á æfingunum í dag. Keppnishraði McLaren virðist vera betri en tímatökuhraðinn. Þá gæti seinni hluti keppninnar reynst þeim betri.nordicphotos/afp Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þeir deildu efsta sætinu milli sín í æfingum dagsins, þeir Lewis Hamilton og Sebastian Vettel. Forskot McLaren varð að engu þegar keppnisliðin fóru á mýkri dekkjagerðina nú síðdegis. Léleg framistaða á mýkri dekkjagerðinni hlýtur að valda McLaren-liðinu áhyggjum því árangur í tímatökum gæti skipt sköpum fyrir kappaksturinn. Á meðan er Vettel í draumlandi og gæti, ef allt gengur að óskum, unnið sinn fimmta kappakstur í röð um helgina. Liðsfélagi Vettels hjá Red Bull, Mark Webber, var í örlitlum vandræðum undir lok seinni æfingarinnar. Vatn lak undan bílnum í bílskúrnum. Sérfræðingar Sky Sports segja að um sé að ræða kælivökva fyrir KERS-kerfið. Ekki liggur fyrir hvort bilunin sé alvarleg. Kappaksturinn í Abu Dhabi fer fram í ljósaskiptunum. Kappaksturinn er því ræstur í sólskyni en honum líkur þegar sólin er sest. Þessar breytilegu aðstæður gætu reynst mjög skemmtilegar í kappakstrinum í ár því nýju dekkin eru mjög viðkvæm fyrir breytingum á hitastigi brautarinnar. Fyrri æfinginBreski ökuþórinn Lewis Hamilton sem ekur McLaren-bíl í Formúlu 1 ók hraðast um kappakstursbrautina í Abu Dhabi á fyrstu æfingum keppnisliða þar í morgun. Kappaksturinn þar fer fram á sunnudag. Liðsfélagi hans Jenson Button var næst fljótastur en þriðji kom heimsmeistarinn Sebastian Vettel. Hamilton var með nokkurt forskot á Vettel. Sjö tíundu úr sekúndu skildu þá af. Fernando Alonso átti fjórða besta tíma æfingarinnar. Hann mun að öllum líkindum hugsa sér gott til glóðarinnar ef staðan verður þessi í tímatökunum á morgun því hér gæti skapast gullið tækifæri til að komast fram fyrir Vettel á brautinni.Button var á góðri siglingu á æfingunum í dag. Keppnishraði McLaren virðist vera betri en tímatökuhraðinn. Þá gæti seinni hluti keppninnar reynst þeim betri.nordicphotos/afp
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira