Fótbolti

Real Madrid upp í þriðja sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ángel di María fagnar markinu sínu.
Ángel di María fagnar markinu sínu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Real Madrid komst upp í 3. sæti spænsku deildarinnar í kvöld eftir 4-0 heimasigur á Real Zaragoza en það hjálpaði líka lærisveinum Jose Mourinho að Málaga tapaði fyrir Rayo Vallecano fyrr í kvöld.

Real Madrid er með 20 stig eða átta stigum færra en Barcaelona sem er eitt í toppsætinu eftir 3-1 heimasigur á Celta Vigo áður en leikur Real Madrid hófst.

Gonzalo Higuaín kom Real Madrid í 1-0 á 23. mínútu þegar hann fylgdi á eftir skalla Rául Albiol. Tveimur mínútum síðar var Ángel di María búinn að koma Real í 2-0.

Nýju mennirnir Mickael Essien og Luka Modric innsigluðu síðan sigurinn á lokamínútum leiksins.

Cristiano Ronaldo náði ekki að skora í kvöld ekki frekar en Lionel Messi en Ronaldo átti meðal annars magnað skot í slá úr aukaspyrnu í þessum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×