Fótbolti

Hvorki Messi né Ronaldo skoruðu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það er löngu hætt að vera fréttnæmt þegar snillingarnir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo skora fyrir lið sín Barcaelona og Real Madrid í spænska boltanum.

Það eru mikli meiri fréttir í dag þegar þeir skora ekki og í gærkvöldi gerðist það að hvorugum tókst að skora í leikjum sinna liða í 10. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar.

Það er í fyrsta sinn frá því 10. desember í fyrra að hvorki Messi né Ronaldo ná að skora í umferð í spænsku deildinni. Þeir eru áfram markahæstu leikmenn deildarinnar, Lionel Messi er með 13 mörk í fyrstu 10 umferðunum en Ronaldo hefur skorað 11 mörk.

Tíunda umferðin í Spánarsparki var einnig merkileg því Mikael Essien skoraði fyrsta mark sitt frá því 10. nóvember 2010 þegar hann skoraði fyrir Chelsea gegn Fulham. 4-0 sigur Real Madríd á Real Zaragoza var 100. sigurleikur Jose Mourinho knattspyrnustjóra Real Madríd í spænsku deildinni. Hann kom í 133. leiknum.

Atletico Madríd tapaði sínum fyrsta leik í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og er núna þremur stigum á eftir Barcelona. Valencia vann Atletico 2-0. Roberto Soldado skoraði fyrra markið og Nelson Haedo Valdez tryggði sigurinn í lokin. Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao var búinn að skora í 11 leikjum í röð en hann er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar með 10 mörk.

Enginn af þremur markahæstu leikmönnum deildarinnar, Lionel Messi, Cristiano Ronaldo eða Radamel Falcao, tókst því að skora í þessari umferð eftir að hafa raðað inn mörkum fyrstu mánuði tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×