Samdi einlæga vísindaskáldsögu 9. nóvember 2012 10:54 Davíð Þór Jónsson segir vísindaskáldsöguna vera alvöru bókmenntategund sem útgefendur taka ekki alvarlega. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR "Það hefur aldrei verið skrifuð, svo ég muni eftir, einlæg og heiðarleg vísindaskáldsaga á Íslandi," segir Davíð Þór Jónsson. Hann hefur sent frá sér vísindaskáldsöguna Orrustan um Fold. Hún gerist á tunglinu Fold þar sem lítil nýlenda manna hefur skotið rótum. Þegar undarlegar verur taka að herja á íbúana reynir á styrk þjóðarinnar. "Það kom tímabil í sumar þar sem ég bjó einn úti á landi og hafði ekkert að gera á kvöldin og um helgar nema að spila tölvuleiki eða horfa á sumardagskrána í Ríkissjónvarpinu," segir Davíð Þór um tilurð bókarinnar. "Það hafði blundað í mér löngun til að spreyta mig á skáldsögunni og ég ákvað að skrifa vísindaskáldsögu, bæði af því að ég hef gaman af svoleiðis bókum og svo er enginn að skrifa þannig bækur á Íslandi. Þetta er alvöru bókmenntategund sem íslenskir útgefendur hafa ekki tekið alvarlega." Þegar Davíð Þór kynnti bókina fyrir íslenskum bókaforlögum fékk hann dræmar undirtektir. "Mér leið eins og þegar menn voru að skrifa glæpasögur fyrir tuttugu árum. Menn höfðu enga trú á þeim." Á endanum var það Helgi Jónsson hjá Tindi á Akureyri sem ákvað að gefa hana út. "Hann er hugrakkur og framsýnn útgefandi, ekki eins og vondu kapítalistarnir fyrir sunnan." Davíð Þór, sem er fluttur til Þýskalands þar sem konan hans býr, hafði mjög gaman af skrifunum og langar að halda þeim áfram. "Þetta er eiginlega bókin sem mig langaði til að lesa eftir íslenskan rithöfund. Fyrst enginn var að skrifa hana ákvað ég að skrifa hana sjálfur." - fb Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Það hefur aldrei verið skrifuð, svo ég muni eftir, einlæg og heiðarleg vísindaskáldsaga á Íslandi," segir Davíð Þór Jónsson. Hann hefur sent frá sér vísindaskáldsöguna Orrustan um Fold. Hún gerist á tunglinu Fold þar sem lítil nýlenda manna hefur skotið rótum. Þegar undarlegar verur taka að herja á íbúana reynir á styrk þjóðarinnar. "Það kom tímabil í sumar þar sem ég bjó einn úti á landi og hafði ekkert að gera á kvöldin og um helgar nema að spila tölvuleiki eða horfa á sumardagskrána í Ríkissjónvarpinu," segir Davíð Þór um tilurð bókarinnar. "Það hafði blundað í mér löngun til að spreyta mig á skáldsögunni og ég ákvað að skrifa vísindaskáldsögu, bæði af því að ég hef gaman af svoleiðis bókum og svo er enginn að skrifa þannig bækur á Íslandi. Þetta er alvöru bókmenntategund sem íslenskir útgefendur hafa ekki tekið alvarlega." Þegar Davíð Þór kynnti bókina fyrir íslenskum bókaforlögum fékk hann dræmar undirtektir. "Mér leið eins og þegar menn voru að skrifa glæpasögur fyrir tuttugu árum. Menn höfðu enga trú á þeim." Á endanum var það Helgi Jónsson hjá Tindi á Akureyri sem ákvað að gefa hana út. "Hann er hugrakkur og framsýnn útgefandi, ekki eins og vondu kapítalistarnir fyrir sunnan." Davíð Þór, sem er fluttur til Þýskalands þar sem konan hans býr, hafði mjög gaman af skrifunum og langar að halda þeim áfram. "Þetta er eiginlega bókin sem mig langaði til að lesa eftir íslenskan rithöfund. Fyrst enginn var að skrifa hana ákvað ég að skrifa hana sjálfur." - fb
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira