Ferrari blæs til sóknar í Indlandi Birgir Þór Harðarson skrifar 24. október 2012 15:01 Vettel er sex stigum á undan Alonso í heimsmeistarakeppninni þegar fjögur mót eru eftir af tímabilinu. nordicphotos/afp Það fer að koma síðasti séns fyrir Ferrari og Fernando Alonso að gera almennilega atlögu að heimsmeistaratitlinum. Sebastian Vettel og Red Bull-liðið hans eru í gríðargóðu formi. Fernando Alonso þarf á öllum styrk sínum að halda til þess að geta skákað Vettel í stigabaráttunni. Til þess þarf hann líka betri bíl, sem Ferrari ætlar að skaffa honum fyrir indverska kappaksturinn um helgina. Búið er að smíða glænýja loftafslppfærslu á Ferrari-bílinn sem Alonso og Felipe Massa munu njóta góðs af í mótunum sem eftir eru. Með uppfærslunni ætlar Ferrari að blása til sóknar. "Í síðustu mótum hefur barátta okkar ekki skilað því sem við vildum," sagði Nick Tombiazis, yfirhönnuður hjá Ferrari, í viðtali á vefsíðu liðsins. "Nokkrir hlutir sem við héldum að myndu gera bílinn samkeppnishæfari skiluðu ekki tilætluðum árangri." "Afleiðing af því er að við erum aðeins á eftir keppinautum okkar. Það þýðir þó ekki að við getum ekki þróað búnaðinn okkar til að ná betri árangri." Sebastian Vettel er nú með 215 stig í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Alonso er sex stigum á eftir með 209 stig. Vettel hefur unnið síðustu þrjú mót og er fyrirfram sigurstranglegastur þegar liðin mæta til Nýju Delhi í Indlandi á morgun.Nick Tombazis, yfirhönnuður Ferrari. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Það fer að koma síðasti séns fyrir Ferrari og Fernando Alonso að gera almennilega atlögu að heimsmeistaratitlinum. Sebastian Vettel og Red Bull-liðið hans eru í gríðargóðu formi. Fernando Alonso þarf á öllum styrk sínum að halda til þess að geta skákað Vettel í stigabaráttunni. Til þess þarf hann líka betri bíl, sem Ferrari ætlar að skaffa honum fyrir indverska kappaksturinn um helgina. Búið er að smíða glænýja loftafslppfærslu á Ferrari-bílinn sem Alonso og Felipe Massa munu njóta góðs af í mótunum sem eftir eru. Með uppfærslunni ætlar Ferrari að blása til sóknar. "Í síðustu mótum hefur barátta okkar ekki skilað því sem við vildum," sagði Nick Tombiazis, yfirhönnuður hjá Ferrari, í viðtali á vefsíðu liðsins. "Nokkrir hlutir sem við héldum að myndu gera bílinn samkeppnishæfari skiluðu ekki tilætluðum árangri." "Afleiðing af því er að við erum aðeins á eftir keppinautum okkar. Það þýðir þó ekki að við getum ekki þróað búnaðinn okkar til að ná betri árangri." Sebastian Vettel er nú með 215 stig í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Alonso er sex stigum á eftir með 209 stig. Vettel hefur unnið síðustu þrjú mót og er fyrirfram sigurstranglegastur þegar liðin mæta til Nýju Delhi í Indlandi á morgun.Nick Tombazis, yfirhönnuður Ferrari.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira