Fótbolti

23 eiga möguleika á því að vinna Gullboltann í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi með Gullbolta FIFA.
Lionel Messi með Gullbolta FIFA. Mynd/Nordic Photos/Getty
FIFA hefur gefið út listann yfir þá 23 leikmenn sem koma til greina sem besti knattspyrnumaður heims í ár en sá fær að launum Gullbolta FIFA. Flestir eru á því að valið standi á milli þeirra Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.

Evrópumeistarar Spánverja eiga flesta leikmenn á listanum eða alls sjö leikmenn. Til viðbótar við þá spila auk þess fimm leikmenn til viðbótar í spænsku úrvalsdeildinni sem á því meira en helming leikmanna á listanum.

Verðlaunin verða afhent 7. janúar næstkomandi en þetta er í þriðja sinn sem Gullbolti FIFA er afhentur. Þau urðu til þegar FIFA sameinaði verðlaun sín og verðlaun franska tímaritsins France Football.

Argentínumaðurinn Lionel Messi hefur unnið Gullbolta FIFA í bæði skiptin. Andrés Iniesta varð í 2. sæti 2010 og Cristiano Ronaldo í fyrra en Xavi hefur verið í 3. sætinu bæði árin.

Leikmenn sem eru tilnefndir:

Sergio Agüero (Argentína), Xabi Alonso (Spánn), Mario Balotelli (Ítalía), Karim Benzema (Frakkland), Gianluigi Buffon (Ítalía), Sergio Busquets (Spánn), Iker Casillas (Spánn), Cristiano Ronaldo (Portúgal), Didier Drogba (Fílabeinsströndin), Radamel Falcao (Kólumbía), Zlatan Ibrahimović (Svíþjóð), Andrés Iniesta (Spánn), Lionel Messi (Argentína), Manuel Neuer (Þýskaland), Neymar (Brasilía), Mesut Özil (Þýskaland), Gerard Piqué (Spánn), Andrea Pirlo (Ítalía), Sergio Ramos (Spánn), Wayne Rooney (England), Yaya Touré (Fílabeinsströndin), Robin van Persie (Holland) og Xavi (Spánn).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×