Fótbolti

Mourinho um Falcao: Bannað að kaupa Atletico-menn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Radamel Falcao.
Radamel Falcao. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, segir ekki koma til greina að kaupa Kólumbíumanninn Radamel Falcao þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Falcao hefur farið á kostum á tímabilinu og er kominn með 15 mörk í 9 leikjum með Atletico Madrid og landsliði Kólumbíu.

Radamel Falcao hefur orðaður við Real Madrid en líkt og með Fernando Torres og Sergio Aguero á sínum tíma þá reynir Real Madrid ekki við leikmenn nágrannaliðsins.

„Falcao er lykilmaður hjá erkifjendum okkar eins og Sergio Aguero var og það er óskrifuð regla milli félaganna að þau reyna ekki að kaupa leikmenn hvors annars. Við munum því ekki kaupa hann," sagði Jose Mourinho við portúgalska blaðið Abola.

„Falcao er frábær leikmaður og ég gefa góða tilfinningu fyrir því að hann sé góður maður líka. Ég er ánægður fyrir hans hönd að það gangi svona vel hjá honum með Atletico-liðinu," sagði Mourinho.

Það eru því mestar líkur á því að Chelsea kaupi Radamel Falcao í janúar enda eru leikmenn og forráðamenn enska liðsins ekki búnir að gleyma því hvernig Kólumbíumaðurinn fór með þá í úrslitaleiknum um Ofurbikar UEFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×