Erlent

Fyrirtöku í máli Pussy Riot frestað

mynd/AP

Fyrirtöku á áfrýjunarmáli þriggja kvenna úr rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot var frestað í morgun. Konurnar voru dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir óspektir og guðlast í ágúst.

Það var rússneska rétttrúnaðarkirkjan sem sótti hvað harðast að stúlkunum. Kirkjan tilkynnti í gær að konunum yrði sýnd miskun ef þær myndu iðrast gjörða sinna.

Lögmenn þeirra eiga ekki von á að þær verði leystar úr haldi, mögulega verði refsing þeirra milduð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×