Maldonado ætlar sækja stig í fyrsta sinn síðan á Spáni Birgir Þór Harðarson skrifar 22. september 2012 17:41 Maldonado fór í loftököstum um brautina í Singapúr í dag. Hann ræsir annar og vonast til að sækja sín fyrstu stig síðan í maí. nordicphotos/afp Pastor Maldonado, ökumaður Wiliams-liðsins, vonast til að sækja stig í singapúrska kappakstrinum á morgun. Hann hefur ekki fengið stig í heimsmeistarabaráttunni síðan hann vann spænska kappaksturinn í maí. Maldonado mun ræsa annar í kappakstrinum á eftir Lewis Hamilton. Hann hefur hins vegar verið mjög óheppinn og mistækur í mótum ársins. Aðeins í tvö skipti hefur hann sótt stig í ár. Fyrstu stigin komu kínverska kappakstrinum þegar hann endaði í áttunda sæti og sótti fjögur stig. Hann sigraði svo spænska kappaksturinn með glæsibrag og sótti 25 stig. Með samtals 29 stig er hann í 15. sæti í heimsmeistarakeppninni. Pastor hefur átt góða spretti í sumar en aldrei getað rekið smiðshöggið á úrslitin. Vélabilanir og ótrúlega misstögðug úrslit hafa gert útslagið. Brautin í Singapúr hentar Maldonado vel. Hann hefur beinskeittan akstursstíl sem hentar Pirelli-dekkjunum vel á brautinni sem er snúin og ótrúlega hröð. "Keppnisáætlunin verður að virka vel og maður verður að vera stöðugur í gegnum alla keppnina," sagði Maldonado eftir tímatökuna í dag. "Við vorum að bæta okkur, sérstaklega í tímatökunni og að reyna að laga bílinn að ökustíl mínum. Bíllinn var í náttúrulega góðu jafnvægi, sérstaklega í lotu tvö og þrjú." Liðsfélagi Maldonado, Bruno Senna, er ekki í eins sterkri stöðu fyrir kappaksturinn í Singapúr. Hann ræsir sautjándi. Senna hefur þó skilað jafnari úrslitum sem, þegar allt kemur til alls, skilar mönnum yfirleitt mun lengra. Fyrsta beygjan mikilvægLewis Hamilton og liðsstjórar hjá McLaren eru hræddir um að óhapp verði í fyrstu beygju í keppninni á morgun. Beygjan er þröng og leiðir ökumenn strax inn í aðra beygju þar sem bremsað er fyrir þriðju beygjuna. Ekki minnkar staða Maldonado á ráslínunni áhyggjur McLaren-manna enda hefur Williams-ökuþórinn gert margar heimskulegar skissur í sumar. Eftirminnilegast og afdrifaríkast var þegar Maldonado þjófstartaði í Belgíu og truflaði aðra ökumenn. Í kjölfarið varð slys í fyrstu beygju þar sem Fernando Alonso, Hamilton og Romain Grosjean urðu allir að hætta keppni. Sá síðast nefndi var dæmur í eins móts bann og keppti ekki á Ítalíu. "Ég er ánægður fyrir hönd Pastors," sagði Hamilton. "Hann hefur fengið að kenna á því sumar en er augljóslega mjög hæfileikaríkur. Ég vel ekki vera fyrir honum og hann vill örugglega ekki vera fyrir mér." "Svo framlarlega sem við náum góðri ræsingu ætti allt að ganga vel. Ég er viss um hann er meðvitaður um að hann hefur í kringum sig nokkra ökumenn sem berjast um titilinn. Þetta er spurning um allt eða ekkert. Hann ætti að reyna að ná í stig fyrir liðið sitt," sagði Hamilton. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Singapúr McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton ræsir fremstur í singapúrska kappakstrinum á morgun. Hann ók hraðast um götubrautina í Singapúr í tímatökum í dag. Pastor Maldonado á Williams var næst fljótastur. 22. september 2012 14:16 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Pastor Maldonado, ökumaður Wiliams-liðsins, vonast til að sækja stig í singapúrska kappakstrinum á morgun. Hann hefur ekki fengið stig í heimsmeistarabaráttunni síðan hann vann spænska kappaksturinn í maí. Maldonado mun ræsa annar í kappakstrinum á eftir Lewis Hamilton. Hann hefur hins vegar verið mjög óheppinn og mistækur í mótum ársins. Aðeins í tvö skipti hefur hann sótt stig í ár. Fyrstu stigin komu kínverska kappakstrinum þegar hann endaði í áttunda sæti og sótti fjögur stig. Hann sigraði svo spænska kappaksturinn með glæsibrag og sótti 25 stig. Með samtals 29 stig er hann í 15. sæti í heimsmeistarakeppninni. Pastor hefur átt góða spretti í sumar en aldrei getað rekið smiðshöggið á úrslitin. Vélabilanir og ótrúlega misstögðug úrslit hafa gert útslagið. Brautin í Singapúr hentar Maldonado vel. Hann hefur beinskeittan akstursstíl sem hentar Pirelli-dekkjunum vel á brautinni sem er snúin og ótrúlega hröð. "Keppnisáætlunin verður að virka vel og maður verður að vera stöðugur í gegnum alla keppnina," sagði Maldonado eftir tímatökuna í dag. "Við vorum að bæta okkur, sérstaklega í tímatökunni og að reyna að laga bílinn að ökustíl mínum. Bíllinn var í náttúrulega góðu jafnvægi, sérstaklega í lotu tvö og þrjú." Liðsfélagi Maldonado, Bruno Senna, er ekki í eins sterkri stöðu fyrir kappaksturinn í Singapúr. Hann ræsir sautjándi. Senna hefur þó skilað jafnari úrslitum sem, þegar allt kemur til alls, skilar mönnum yfirleitt mun lengra. Fyrsta beygjan mikilvægLewis Hamilton og liðsstjórar hjá McLaren eru hræddir um að óhapp verði í fyrstu beygju í keppninni á morgun. Beygjan er þröng og leiðir ökumenn strax inn í aðra beygju þar sem bremsað er fyrir þriðju beygjuna. Ekki minnkar staða Maldonado á ráslínunni áhyggjur McLaren-manna enda hefur Williams-ökuþórinn gert margar heimskulegar skissur í sumar. Eftirminnilegast og afdrifaríkast var þegar Maldonado þjófstartaði í Belgíu og truflaði aðra ökumenn. Í kjölfarið varð slys í fyrstu beygju þar sem Fernando Alonso, Hamilton og Romain Grosjean urðu allir að hætta keppni. Sá síðast nefndi var dæmur í eins móts bann og keppti ekki á Ítalíu. "Ég er ánægður fyrir hönd Pastors," sagði Hamilton. "Hann hefur fengið að kenna á því sumar en er augljóslega mjög hæfileikaríkur. Ég vel ekki vera fyrir honum og hann vill örugglega ekki vera fyrir mér." "Svo framlarlega sem við náum góðri ræsingu ætti allt að ganga vel. Ég er viss um hann er meðvitaður um að hann hefur í kringum sig nokkra ökumenn sem berjast um titilinn. Þetta er spurning um allt eða ekkert. Hann ætti að reyna að ná í stig fyrir liðið sitt," sagði Hamilton.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Singapúr McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton ræsir fremstur í singapúrska kappakstrinum á morgun. Hann ók hraðast um götubrautina í Singapúr í tímatökum í dag. Pastor Maldonado á Williams var næst fljótastur. 22. september 2012 14:16 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton á ráspól í Singapúr McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton ræsir fremstur í singapúrska kappakstrinum á morgun. Hann ók hraðast um götubrautina í Singapúr í tímatökum í dag. Pastor Maldonado á Williams var næst fljótastur. 22. september 2012 14:16