Vettel sigurvegari í Singapúr en Hamilton í vandræðum Birgir Þór Harðarson skrifar 23. september 2012 14:23 Vettel vann kappaksturinn í næturkeppninni í Singapúr og er í góðri stöðu gagnvart Alonso í titilbaráttunni. nordicphotos/afp Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull-bíl vann Formúlu 1 kappaksturinn í Singapúr í dag. Kappaksturinn var gríðarleg vonbrigði fyrir Lewis Hamilton á McLaren-bíl en lenti í vandræðum með gírkassann og þurfti að draga sig í hlé. Hamilton hafði leitt kappaksturinn af ráspól en þegar kappaksturinn var tæplega hálfnaður fór gírkassinn í mask. Hamilton er því fallinn í fjórða sætið í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Fyrir mótið var hann í öðru sæti á eftir Fernando Alonso. Jenson Button, liðsfélgi Hamilton hjá McLaren, kláraði móti í öðru sæti á undan Alonso á Ferrari. Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado varð að hætta keppni þegar bilun kom upp í bílnum um miðbik keppninnar. Hann var í góðri stöðu þegar það gerðist og hefði jafnvel átt möguleika á verðlaunasæti. Paul di Resta hjá Force India lauk mótinu í fjórða sæti á undan Nico Rosberg á Mercedes-bíl. Lotus-ökuþórarnir tvær, Kimi Raikkönen og Romain Grosjean, luku mótinu í sjötta og sjöunda sæti og sóttu mikilvæg stig fyrir liðið. Felipe Massa á Ferrari ók vel og kláraði í áttunda sæti eftir að hafa barist við Daniel Ricciardo á Torro Rosso og Mark Webber á Red Bull. Sá síðastnefndi sótti síðasta stigið sem í boði var. Michael Schumacher var í vandræðum í Mercedes-bílnum og ók klaufalega aftan á Torro Rosso-bíl Jean-Eric Vergne með þeim afleiðingum að báðir þurftu að ljúka keppni.Jenson Button var nærri búinn að eyðileggja kappaksturinn fyrir sig og Vettel en rétt náði að afstýra slysi um miðbik keppninnar. Fernando Alonso er enn efstur í stigakeppni ökumanna með 194 stig. Sebastian Vettel hefur skellt sér í annað sætið og er með 165 stig, 29 stigum á eftir Alonso. Kimi Raikkönen er enn þriðji, nú með 149 stig. Lewis Hamilton er fallinn í fjórða sæti með 142 stig. Í hverju móti eru að hámarki 25 stig í boði. Aðeins sex mót eru eftir af tímabilinu og að hámarki 150 stig. Tímabilið er því ekki nærri því búið. Næst verður keppt á Suzuka í Japan þar sem Jenson Button hafði gríðarlega yfirburði í fyrra. Kappaksturinn fer fram 7. október. Úrslit keppninnar í Singapúr ÖkuþórBíll / VélHringir1Sebastian VettelRed Bull/Renault592Jenson ButtonMcLaren/Mercedes593Fernando AlonsoFerrari594Paul Di RestaForce India/Mercedes595Nico RosbergMercedes596Kimi RäikkönenLotus/Renault597Romain GrosjeanLotus/Renault598Felipe MassaFerrari599Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari5910Mark WebberRed Bull/Renault5911Sergio PérezSauber/Ferrari5912Timo GlockMarussia/Cosworth5913Kamui KobayashiSauber/Ferrari5914Nico HülkenbergForce India/Mercedes5915H.KovalainenCaterham/Renault5916Charles PicMarussia/Cosworth5917Pedro de la RosaHRT/Cosworth5818Bruno SennaWilliams/Renault5719Vitaly PetrovCaterham/Renault577M.SchumacherMercedes3817Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari3818Pastor MaldonadoWilliams/Renault3623N.KarthikeyanHRT/Cosworth304Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes22 Titilbarátta ökumanna ÖkumaðurStig1Fernando Alonso1942Sebastian Vettel1653Kimi Räikkönen1494Lewis Hamilton1425Mark Webber1336Jenson Button1197Nico Rosberg938Romain Grosjean829Sergio Pérez6510Felipe Massa5111Paul Di Resta4412M.Schumacher4313Kamui Kobayashi3514Nico Hülkenberg3115Pastor Maldonado2916Bruno Senna2517Jean-Eric Vergne818Daniel Ricciardo619Timo Glock020H.Kovalainen021Vitaly Petrov022J.D'Ambrosio023Charles Pic024N.Karthikeyan025Pedro de la Rosa0 Titilbarátta bílasmiða LiðStig1Red Bull/Renault2982McLaren/Mercedes2613Ferrari2454Lotus/Renault2315Mercedes1366Sauber/Ferrari1007Force India/Mercedes758Williams/Renault549Toro Rosso/Ferrari1410Marussia/Cosworth011Caterham/Renault012HRT/Cosworth0 Formúla Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull-bíl vann Formúlu 1 kappaksturinn í Singapúr í dag. Kappaksturinn var gríðarleg vonbrigði fyrir Lewis Hamilton á McLaren-bíl en lenti í vandræðum með gírkassann og þurfti að draga sig í hlé. Hamilton hafði leitt kappaksturinn af ráspól en þegar kappaksturinn var tæplega hálfnaður fór gírkassinn í mask. Hamilton er því fallinn í fjórða sætið í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Fyrir mótið var hann í öðru sæti á eftir Fernando Alonso. Jenson Button, liðsfélgi Hamilton hjá McLaren, kláraði móti í öðru sæti á undan Alonso á Ferrari. Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado varð að hætta keppni þegar bilun kom upp í bílnum um miðbik keppninnar. Hann var í góðri stöðu þegar það gerðist og hefði jafnvel átt möguleika á verðlaunasæti. Paul di Resta hjá Force India lauk mótinu í fjórða sæti á undan Nico Rosberg á Mercedes-bíl. Lotus-ökuþórarnir tvær, Kimi Raikkönen og Romain Grosjean, luku mótinu í sjötta og sjöunda sæti og sóttu mikilvæg stig fyrir liðið. Felipe Massa á Ferrari ók vel og kláraði í áttunda sæti eftir að hafa barist við Daniel Ricciardo á Torro Rosso og Mark Webber á Red Bull. Sá síðastnefndi sótti síðasta stigið sem í boði var. Michael Schumacher var í vandræðum í Mercedes-bílnum og ók klaufalega aftan á Torro Rosso-bíl Jean-Eric Vergne með þeim afleiðingum að báðir þurftu að ljúka keppni.Jenson Button var nærri búinn að eyðileggja kappaksturinn fyrir sig og Vettel en rétt náði að afstýra slysi um miðbik keppninnar. Fernando Alonso er enn efstur í stigakeppni ökumanna með 194 stig. Sebastian Vettel hefur skellt sér í annað sætið og er með 165 stig, 29 stigum á eftir Alonso. Kimi Raikkönen er enn þriðji, nú með 149 stig. Lewis Hamilton er fallinn í fjórða sæti með 142 stig. Í hverju móti eru að hámarki 25 stig í boði. Aðeins sex mót eru eftir af tímabilinu og að hámarki 150 stig. Tímabilið er því ekki nærri því búið. Næst verður keppt á Suzuka í Japan þar sem Jenson Button hafði gríðarlega yfirburði í fyrra. Kappaksturinn fer fram 7. október. Úrslit keppninnar í Singapúr ÖkuþórBíll / VélHringir1Sebastian VettelRed Bull/Renault592Jenson ButtonMcLaren/Mercedes593Fernando AlonsoFerrari594Paul Di RestaForce India/Mercedes595Nico RosbergMercedes596Kimi RäikkönenLotus/Renault597Romain GrosjeanLotus/Renault598Felipe MassaFerrari599Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari5910Mark WebberRed Bull/Renault5911Sergio PérezSauber/Ferrari5912Timo GlockMarussia/Cosworth5913Kamui KobayashiSauber/Ferrari5914Nico HülkenbergForce India/Mercedes5915H.KovalainenCaterham/Renault5916Charles PicMarussia/Cosworth5917Pedro de la RosaHRT/Cosworth5818Bruno SennaWilliams/Renault5719Vitaly PetrovCaterham/Renault577M.SchumacherMercedes3817Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari3818Pastor MaldonadoWilliams/Renault3623N.KarthikeyanHRT/Cosworth304Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes22 Titilbarátta ökumanna ÖkumaðurStig1Fernando Alonso1942Sebastian Vettel1653Kimi Räikkönen1494Lewis Hamilton1425Mark Webber1336Jenson Button1197Nico Rosberg938Romain Grosjean829Sergio Pérez6510Felipe Massa5111Paul Di Resta4412M.Schumacher4313Kamui Kobayashi3514Nico Hülkenberg3115Pastor Maldonado2916Bruno Senna2517Jean-Eric Vergne818Daniel Ricciardo619Timo Glock020H.Kovalainen021Vitaly Petrov022J.D'Ambrosio023Charles Pic024N.Karthikeyan025Pedro de la Rosa0 Titilbarátta bílasmiða LiðStig1Red Bull/Renault2982McLaren/Mercedes2613Ferrari2454Lotus/Renault2315Mercedes1366Sauber/Ferrari1007Force India/Mercedes758Williams/Renault549Toro Rosso/Ferrari1410Marussia/Cosworth011Caterham/Renault012HRT/Cosworth0
Formúla Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira