Fótbolti

Alves: Hlakka til að sjá Messi og Neymar spila saman

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brasilíumaðurinn Neymar er einn eftirsóttasti leikmaður heims.
Brasilíumaðurinn Neymar er einn eftirsóttasti leikmaður heims. Nordic Photos / AFP
Dani Alves, leikmaður Barcelona, vonast til að framtíð brasilíska sóknarmannsins Neymar muni ráðast fyrr en síðar.

Neymar hefur lengi verið orðaður við mörg sterkustu lið Evrópu og allra helst við Barcelona. Hann er tvítugur og er enn að spila með Santos í heimalandinu. Forráðamenn liðsins vonast til að halda honum fram yfir HM 2014.

„Ég vona að sagan um Neymar muni enda sem fyrst og að útkoman verði jákvæð fyrir alla sem eiga í hlut," sagði Alves við spænska fjölmiðla.

„Ég hlakka til að sjá Neymar og Messi spila saman. Hann myndi passa mjög vel inn í okkar lið og Barcelona yrði með tvo bestu framherja heims."

Alves segir enn fremur að Tito Vilanova, stjóri Barcelona, hafi haldið sig við sömu fræði og Pep Guardiola innleiddi hjá félaginu.

„Guardiola skildi liðið eftir í góðum höndum. Við höfum smá áhyggjur af því að Tito myndi fara aðrar leiðir með liðið en það hefu rekkert breyst."

Barcelona er með fullt hús stiga á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir fimm umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×