Ótrúlegar sölutölur Apple - 10 þúsund ipad tölvur selst hér á landi Magnús Halldórsson skrifar 27. september 2012 12:15 Á þriðja ársfjórðungi rekstrarárs Apple á þessu ári, samkvæmt afkomutilkynningu, seldust 17 milljónir i pad tölva um heim allan, eða sem nemur tæplega 200 þúsund tölvum á hverjum degi. Mikil sala hefur verið á vörum Apple hér á landi það sem af er ári líkt og víðast hvar annars staðar erlendis. Umboðsaðili Apple á Ísland reiknar með því að selja fimmtán þúsund i pad spjaldtölvur á þessu ári. Það er ekki ofsögum sagt að hugbúnaðar- og fjarskiptarisinn Apple hafi sigrað heiminn á undanförnum árum með nýjum vörum sínum. Snjallsími fyrirtækisins, iphone, hefur selst í yfir 200 milljónum eintaka um allan heim, og i pad spjaldtölvur litlu minna, og söluaukningin er mikil milli ára. Bjarni Ákason, framkvæmastjóri Epli.is, sem er umboðsaðili fyrir Apple hér á landi, segir að vöxturinn hafi verið ótrúlega mikill. „Við höfum verið í nokkurn veginn sama takti og Apple þegar kemur að árlegum vexti í sölu hér á landi. Í fyrra jókst sala um 80 prósent, en á þessu ári hefur aukningin verið um 30 prósent," segir Bjarni. Salan á i pad spjaldtölvum hefur aukist mikið hér á landi á þessu ári, líkt og á mörkuðum erlendis. „Við höfum selt um 10 þúsund i pad tölvur á þessu ári, og ég geri ráð fyrir að um 15 þúsund tölvur verði seldar þegar árið er á enda," segir Bjarni. Til viðbótar þessu koma síðan i pad spjaldtölvur sem Íslendingar hafa keypt erlendis, en þær skipta að öllum líkindum þúsundum. Nýr sími frá Apple, i phone 5, seldist í ríflega fjórum milljónum eintaka í Bandaríkjunum á fyrstu söludögum símans þar í landi. Búist er við því að síminn slái öll fyrri sölumet. Rekstrartölur Apple fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórðung þessa árs sýna vel hversu mikil velgengni einkennir vörur fyrirtækisins þessa dagana. Á þriðja ársfjórðungi seldi fyrirtækið 26 milljónir iphone síma, sem jafngildir tæplega 300 þúsund símum á hverjum degi ársfjórðungsins. Heildartekjur námu 35 milljörðum dala á fyrrnefndu tímabili, sem jafngildir ríflega 4.400 milljörðum króna, eða sem nemur, tæplega þrefaldri árlegri landsframleiðslu Íslands. Hagnaður á fjórðunginum nam 8,8 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega þúsund milljörðum króna. Tækni Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Mikil sala hefur verið á vörum Apple hér á landi það sem af er ári líkt og víðast hvar annars staðar erlendis. Umboðsaðili Apple á Ísland reiknar með því að selja fimmtán þúsund i pad spjaldtölvur á þessu ári. Það er ekki ofsögum sagt að hugbúnaðar- og fjarskiptarisinn Apple hafi sigrað heiminn á undanförnum árum með nýjum vörum sínum. Snjallsími fyrirtækisins, iphone, hefur selst í yfir 200 milljónum eintaka um allan heim, og i pad spjaldtölvur litlu minna, og söluaukningin er mikil milli ára. Bjarni Ákason, framkvæmastjóri Epli.is, sem er umboðsaðili fyrir Apple hér á landi, segir að vöxturinn hafi verið ótrúlega mikill. „Við höfum verið í nokkurn veginn sama takti og Apple þegar kemur að árlegum vexti í sölu hér á landi. Í fyrra jókst sala um 80 prósent, en á þessu ári hefur aukningin verið um 30 prósent," segir Bjarni. Salan á i pad spjaldtölvum hefur aukist mikið hér á landi á þessu ári, líkt og á mörkuðum erlendis. „Við höfum selt um 10 þúsund i pad tölvur á þessu ári, og ég geri ráð fyrir að um 15 þúsund tölvur verði seldar þegar árið er á enda," segir Bjarni. Til viðbótar þessu koma síðan i pad spjaldtölvur sem Íslendingar hafa keypt erlendis, en þær skipta að öllum líkindum þúsundum. Nýr sími frá Apple, i phone 5, seldist í ríflega fjórum milljónum eintaka í Bandaríkjunum á fyrstu söludögum símans þar í landi. Búist er við því að síminn slái öll fyrri sölumet. Rekstrartölur Apple fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórðung þessa árs sýna vel hversu mikil velgengni einkennir vörur fyrirtækisins þessa dagana. Á þriðja ársfjórðungi seldi fyrirtækið 26 milljónir iphone síma, sem jafngildir tæplega 300 þúsund símum á hverjum degi ársfjórðungsins. Heildartekjur námu 35 milljörðum dala á fyrrnefndu tímabili, sem jafngildir ríflega 4.400 milljörðum króna, eða sem nemur, tæplega þrefaldri árlegri landsframleiðslu Íslands. Hagnaður á fjórðunginum nam 8,8 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega þúsund milljörðum króna.
Tækni Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira