iPhone 5 ekki fáanlegur hér landi fyrr en í lok mánaðarins 13. september 2012 20:15 Nýr iPhone verður ekki fáanlegur á Íslandi fyrr en í lok september. Fæstir deila um fallegt útlit en tækninýjungar virðast af skornum skammti. Umboðsaðili Samsung telur blómaskeið iPhone á enda. Ekki einn einasti iPhone 5 sími er kominn til landsins enda fer hann ekki í sölu í Bandaríkjunum fyrr en á morgun. Hann kostar þá frá um 700 dollurum sem samsvara 85 þúsund íslenskum krónum. „Það munu líða einhverja vikur, við erum að gera okkur vonir um að hann komi til okkar í lok september," segir Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Maclands. Hægt er að forpanta símann hjá söluaðilum og verður verðið svipað og á 4s þegar hann var kynntur, frá um 160 þúsundum. Hann þykir dýr en ástæðan er helst sú að Apple dreifir ekki beint til Íslands. „Það sem er spennandi við hann er bara enn eitt skrefið í þróuninni á iPhone. Hann breytti öllu árið 2007 og símarnir hafa tekið ótrúlegum stakkaskiptum síðan þá," segir Hörður. Mikið af þeirri tækni sem iPhone 5 hefur framyfir forverann, er tækni sem þegar hefur verið til staðar hjá framleiðendum Android-síma, eins og Samsung. „Það er nú ýmis tækni varðandi skjáupplausn, myndavélatækni og hvað er hægt að gera með myndavélarnar og einnig varðandi hraðinn í tækjunum," segir Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri Tæknivara - umboðsaðila Samsung. Hann segir að sínu mati hafi engar nýjungar komið fram á kynningunni í gær. Þá var einnig staðfest í gær að öllum upplýsingum um nýja símann hafði verið lekið út fyrirfram. Tækni Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nýr iPhone verður ekki fáanlegur á Íslandi fyrr en í lok september. Fæstir deila um fallegt útlit en tækninýjungar virðast af skornum skammti. Umboðsaðili Samsung telur blómaskeið iPhone á enda. Ekki einn einasti iPhone 5 sími er kominn til landsins enda fer hann ekki í sölu í Bandaríkjunum fyrr en á morgun. Hann kostar þá frá um 700 dollurum sem samsvara 85 þúsund íslenskum krónum. „Það munu líða einhverja vikur, við erum að gera okkur vonir um að hann komi til okkar í lok september," segir Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Maclands. Hægt er að forpanta símann hjá söluaðilum og verður verðið svipað og á 4s þegar hann var kynntur, frá um 160 þúsundum. Hann þykir dýr en ástæðan er helst sú að Apple dreifir ekki beint til Íslands. „Það sem er spennandi við hann er bara enn eitt skrefið í þróuninni á iPhone. Hann breytti öllu árið 2007 og símarnir hafa tekið ótrúlegum stakkaskiptum síðan þá," segir Hörður. Mikið af þeirri tækni sem iPhone 5 hefur framyfir forverann, er tækni sem þegar hefur verið til staðar hjá framleiðendum Android-síma, eins og Samsung. „Það er nú ýmis tækni varðandi skjáupplausn, myndavélatækni og hvað er hægt að gera með myndavélarnar og einnig varðandi hraðinn í tækjunum," segir Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri Tæknivara - umboðsaðila Samsung. Hann segir að sínu mati hafi engar nýjungar komið fram á kynningunni í gær. Þá var einnig staðfest í gær að öllum upplýsingum um nýja símann hafði verið lekið út fyrirfram.
Tækni Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira