Sport

Ólympíumótið í London sett við hátíðlega athöfn | Myndasyrpa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Fjórtánda Ólympíumót fatlaðra var sett við hátíðlega athöfn í London í gærkvöldi. 4300 keppendur ásamt fylgdarliði gekk inn á Ólympíuleikvanginn og upplifðu að öllum líkindum sýningu lífs síns.

Þemað í setningarathöfninni var upplýsingaöldin frá um 1550-1720 þegar margar af merkustu uppgötvunum sögunnar áttu sér stað. Stiklað var á stóru en þyngdarlögmál Newtons og uppgötvun Harveys á hringrás blóðsins um líkamann komu við sögu.

Frjálsíþróttakappinn Helgi Sveinsson var fánaberi íslenska hópsins en meðal þeirra sem fylgdust með úr stúkunni voru Elísabet Bretadrottning, Vilhjálmur Bretaprins og kona hans Kate Middleton.

Í myndasyrpunni hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá athöfninni.


Tengdar fréttir

Stefnan sett á verðlaun í London

Eftir verðlaunaþurrð á síðasta Ólympíumóti í Peking ríkir töluverð bjartsýni fyrir Ólympíumótið sem sett var í London í gær. Keppendur Íslands, sem allir hefja keppni á morgun, eru vel stemmdir fyrir mótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×