Sport

Hafnaboltadómari bjargaði lífi starfsmanns á vellinum

Hafnaboltadómarinn ráðagóði er hér að dæma skömmu eftir hetjudáðina.
Hafnaboltadómarinn ráðagóði er hér að dæma skömmu eftir hetjudáðina.
Þó svo hafnabolti sé frekar róleg íþrótt þar sem reynir ekkert sérstaklega á taugar áhorfenda hefur verið mikið um hjartaáföll á leikjum í bandarísku hafnaboltadeildinni upp á síðkastið.

Nú síðast féll niður starfsmaður á vellinum á Phoenix. Sú var að selja mat en það var henni til happs að dómarinn Jim Joyce var nálægt er áfallið dundi yfir.

Er starfsmaðurinn féll niður rauk Joyce til hennar og byrjaði hjartahnoð. Sjúkraflutningamenn voru komnir á staðinn skömmu síðar og hjálpuðu til.

Konan var í kjölfarið flutt á spítala þar sem hún er á batavegi þökk sé snörum viðbrögðum dómarans.

Dómarinn sjálfur er hógvær og hefur ekkert viljað tjá sig um málið og gera mikið úr hetjudáð sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×