Formúla 1

Austin-brautin í Texas tilbúin í tölvuleik

Birgir Þór Harðarson skrifar
Formúlu 1-brautin sem verið er að byggja í Austin í Texas í Bandaríkjunum er nú alveg að verða tilbúin. Tölvuleikjarisinn Codemasters er þó tilbúinn með brautina fyrir tölvuleikinn sem þeir hyggjast gefa út í haust. Leikurinn verður sá þriðji í röðinni frá fyrirtækinu og kallast F1 2012.

Leikurinn kemur út þann 21. september næstkomandi í Evrópu. Þar má aka allar brautir tímabilsins. Áhugi blaðamanns var hins vegar á nýju brautinni í Austin og hvernig hún mun liggja og líta út.

Hér að ofan má fylgjast með myndskeiði þar sem James Allen, sem lýsir kappakstrinum í leiknum, og Stephen Hood, listrænn stjórnandi hjá Codemasters, lýsa brautinni og þeirra fyrstu kynnum af henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×