Erlent

Rússneskir prestar fyrirgefa Pussy Riot

Stúlkurnar í hljómsveitinni Pussy Riot.
Stúlkurnar í hljómsveitinni Pussy Riot. mynd/AP

Háttsettir prestar í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni báðu í dag um miskunn til handa liðsmanna Pussy Riot hljómsveitarinnar. Samkvæmt fréttavef AP þá er ekki talið líklegt að dómskerfið hlusti á bænir prestanna og mildi tveggja ára dóm sem konurnar þrjár hlutu í gær.

Prestarnir segjast hafa fyrirgefið konunum fyrir löngu síðan en presturinn Tikhon Shevkunov, sem er talinn andlegur ráðgjafi Vladimars Pútins, forsætisráðherra Rússlands, sagði í rússneskum fjölmiðlum að þjóðfélagið og stjórnvöld megi ekki láta hegðun eins og pönktónleika hljómsveitinnar óátalda.

Annar prestur, Maxim Kozlov, sagði í viðtali við ríkissjónvarp Rússlands, að hann óskaði þess að konurnar létu af hegðun sinni, og bætti við að þeir sem löstuðu guð ættu að láta af slíkri hegðun, hvort sem slíkt guðlast ætti sér stað í Rússlandi eða öðrum löndum.

Utanríkisráðherra Íslands sagði í viðtali við RÚV að dómurinn kæmi sér á óvart og að hann skerti tjáningafrelsið. Þá hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi gagnrýnt Rússland fyrir dóminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×