Íslenski boltinn

Jóni Páli sagt upp störfum hjá Fylki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Stefán
Jóni Páli Pálmasyni, þjálfara meistaraflokks kvenna hjá Fylki, hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Ásgrímur Helgi Einarsson og Kjartan Stefánsson stýra liði Fylkis út tímabilið.

Fylkir situr í 7. sæti Pepsi-deildar kvenna með ellefu stig, jafnmörg og Afturelding og Selfoss sem hafa lakari markatölu. Árbæjarstelpur hafa tapað síðustu fjórum deildarleikjum sínum auk þess að liðið féll út í átta liða úrslitum Borgunarbikars kvenna.

Á heimasíðu Fylkis er Jóni Páli þakkað fyrir hans störf og honum óskað velfarnaðar.

Jón Páll tók við liði Fylkis haustið 2010. Liðið hafnaði í 5. sæti deildarinnnar og komst í undanúrslit bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×