Fótbolti

UEFA með Evrópudeildarleik til rannsóknar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) rannsakar hvort hagræðing úrslita hafi átt sér stað í viðureignum Álasunds og KF Tirana í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í lok júlí.

Álasund vann 5-0 sigur í síðari leiknum í Noregi eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Albaníu og fór áfram 6-1 samanlagt.

Í yfirlýsingu frá UEFA kemur fram að óvenjuleg veðmálahegðun hafi átt sér stað í kringum síðari leiknum í Noregi.

„UEFA hefur þegar skipað rannsóknarmann til þess að skoða málið nánar," segir í yfirlýsingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×