McLaren vongóðir en Vettel vonsvikinn Birgir Þór Harðarson skrifar 21. júlí 2012 20:45 Jenson Button náði ekki að nýta dekkin nægilega vel í tímatökunum og ræsir því sjötti. nordicphotos/afp Sam Michael, íþróttastjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir sigur í þýska kappakstrinum enn vera raunhæfan möguleika þrátt fyrir lélega tímatöku í dag. Jenson Button mun ræsa sjötti og Lewis Hamilton sjöundi. Rigningin gerði McLaren eriftt fyrir og liðið átti í mesta basli með að aðlagast aðstæðum. Spáð er þurru veðri á morgun þegar kappaksturinn fer fram og Michael er sannfærður um að uppfærður McLaren-bíllinn eigi eftir að skila góðum úrslitum. "Við vorum mjög sterkir á æfingum 1 og 3 áður en það fór að rigna. Dekkin og eldsneytiseyðslan líta sérstaklega vel út fyrir okkur," sagði Michael. Spurður hvort McLaren gæti unnið kappaksturinn svaraði hann: "Já og það er markmiðið." Þeir Button og Hamilton voru heilum 3,5 sekúndum á eftir Fernando Alonso í síðustu lotu tímatökunnar í dag. Michael skrifar þann slaka árangur á Pirelli-dekkin og segir liðið ekki hafa náð að nýta þau nógu vel. Sebastian Vettel, heimamaðurinn hjá Red Bull-liðinu, ræsir annar í kappakstrinum á morgun. Hann var ekki ánægður með árangur sinn í tímatökunum. "Ég var ekki sáttur við tímatökuhringinn minn í síðustu lotunni," viðurkenndi Vettel. "Aðferð Fernandos var örlítið fljótlegri. Ég hefði getað farið hraðar en ég veit ekki hvort það hefði dugað." Formúla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sam Michael, íþróttastjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir sigur í þýska kappakstrinum enn vera raunhæfan möguleika þrátt fyrir lélega tímatöku í dag. Jenson Button mun ræsa sjötti og Lewis Hamilton sjöundi. Rigningin gerði McLaren eriftt fyrir og liðið átti í mesta basli með að aðlagast aðstæðum. Spáð er þurru veðri á morgun þegar kappaksturinn fer fram og Michael er sannfærður um að uppfærður McLaren-bíllinn eigi eftir að skila góðum úrslitum. "Við vorum mjög sterkir á æfingum 1 og 3 áður en það fór að rigna. Dekkin og eldsneytiseyðslan líta sérstaklega vel út fyrir okkur," sagði Michael. Spurður hvort McLaren gæti unnið kappaksturinn svaraði hann: "Já og það er markmiðið." Þeir Button og Hamilton voru heilum 3,5 sekúndum á eftir Fernando Alonso í síðustu lotu tímatökunnar í dag. Michael skrifar þann slaka árangur á Pirelli-dekkin og segir liðið ekki hafa náð að nýta þau nógu vel. Sebastian Vettel, heimamaðurinn hjá Red Bull-liðinu, ræsir annar í kappakstrinum á morgun. Hann var ekki ánægður með árangur sinn í tímatökunum. "Ég var ekki sáttur við tímatökuhringinn minn í síðustu lotunni," viðurkenndi Vettel. "Aðferð Fernandos var örlítið fljótlegri. Ég hefði getað farið hraðar en ég veit ekki hvort það hefði dugað."
Formúla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira