Sport

Bradley Wiggins fyrsti Bretinn til að vinna Tour de France

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bradley Wiggins á ferðinni í dag.
Bradley Wiggins á ferðinni í dag. Mynd. Getty Images
Bradley Wiggins varð í dag fyrsti breski hjólreiðamaðurinn til þess að vinna  Tour de France keppnina.

Þessi 32 ára hjólreiðakappi hefur til að mynda unnið þrenn gullverðlaun á Ólympíuleikum. Wiggins komst þægilega í gegnum tuttugasta og síðasta hlutann á Tour de France í París í dag og stóð síðan uppi sem sigurvegari.

Mark Cavendish kom fyrstur í mark í dag á leið dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×