Fótbolti

Rosenborg skoraði tveimur mönnum færri og komst áfram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Borek Dockal.
Borek Dockal. Mynd/AFP
Norska liðið Rosenborg vann hetjulegan sigur á FC Ordabasy frá Kasakstan í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag þökk sé sigurmarki Tékkans Borek Dockal á fjórðu mínútu í uppbótartíma.

Rosenborg og FC Ordabasy gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum í Noregi og seinni leikurinn fór fram á heimavelli FC Ordabasy. FC Ordabasy liðið komst í 1-0 á 32. mínútu og þannig var staðan þar til að Daniel Fredheim Holm jafnaði á 67. mínútu. 1-1 jafntefli hefði dugað Ordabasy til að komast áfram.

Simen Wangberg (77. mínúta) og Rade Prica (83. mínúta), leikmenn Rosenborg, fengu síðan báðir beint rautt spjald en þrátt fyrir að vera níu á móti ellefu þá tókst norska liðinu að skora sigurmarkið og tryggja sér sæti í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×