Formúla 1

Raikkönen hefur fundið það sem vantaði

Birgir Þór Harðarson skrifar
Kimi Raikkönen segist nú geta einbeitt sér að því að sigra mótin.
Kimi Raikkönen segist nú geta einbeitt sér að því að sigra mótin. nordicphotos/afp
Kimi Raikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1 segist nú hafa fundið það sem uppá vantaði svo að hann gæti kreist það besta úr bíl sínum. Kimi hefur staðið sig vel það sem af er tímabilinu og staðið þrisvar sinnum á verðlaunapalli.

Hann hefur þó alltaf sagt að hann hefði getað gert betur ef hann hefði fundið þann herslumun sem hann talar um að hafa fundið nú.

„Maður lærir alltaf á bílinn þegar líður á og getur þá sett hann upp eins og maður vill," sagði Raikkönen sem hefur kvartað undan mörgu í Lotus-bílnum í sumar, þá helst aflstýrinu og tengdum hltum.

„Í síðustu mótum höfum við verið að braggast. Við vorum nokkuð ósátt með upphaf tímabilsins – eða við vorum ánægð en ég fann fyrir því að eitthvað vantaði, svo fundum við ástæður fyrir því að vera óánægð."

Kimi segir lið sitt hafa fundið vandamálið í síðasta kappakstri og vonar að það sé hægt að laga. Spurður hvort vandamálið tengist Pirelli-dekkjunum sagði hann: „Nei, það snýst meira um að ég fái að aka bílnum eins og ég vil."

Raikkönen var annar á seinni æfingu dagsins en er hógvær þegar kemur að möguleikum hans í tímatökum á morgun og í keppninni á sunnudag. „Við vitum í raun ekki hvort við verðum fljótir á morgun því við höfum ekki hugmynd um hvað hin liðin voru að gera í dag."


Tengdar fréttir

Raikkönen: Óheppni hefur ekkert með málið að gera

Eric Boullier, liðstjóri Lotus-liðsins, segir lið sitt þurfa að skáka McLaren til að eiga möguleika á þriðja sætinu í heimsmeistarakeppni bílasmiða í ár. McLaren færðist upp fyrir Lotus á stigatöflunni eftir kappaksturinn í Þýskalandi.

Raikkönen segir Lotus skorta heppni

Kimi Raikkönen segir Lotus liðið og vinnuveitendur sína hafa það sem þarf til að taka þátt í toppbáráttunni í ár. Fyrstu tvö mótin hafa hins vegar verið erfið fyrir liðið.

Lið & ökumenn: Mercedes, Lotus og Force India

Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×