Íslenski boltinn

Danka Podovac og Guðrún Arnardóttir hlutu verðlaun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Danka Podovac, miðjumaður ÍBV, og Guðrún Arnardóttir, varnarmaður Breiðabliks, voru í gær verðlaunaðar af Félagi áhugafólks um kvennaknattspyrnu fyrir frammistöðu sína í júnímánuði.

Danka Podcvac hlaut verðlaun sem besti leikmaður júnímánuðar en Guðrún, sem lék með Selfossi áður en hún skipti yfir í Breiðablik fyrir yfirstandandi leiktíð, var verðlaunuð sem bjartasta vonin.

Þá var Ingibjörg Hinriksdóttir heiðruð fyrir framlag sitt til kvennaknattspyrnu.

Í dag verða svo veittar viðurkenningar af KSÍ og Ölgerðinni fyrir fyrstu níu umferðirnar í Pepsi-deild kvenna. Þar verður valið:

Lið umferðanna (11 leikmenn)

Besti leikmaður

Besti þjálfari

Besti dómari

Bestu stuðningsmenn

Nánar verður fjallað um málið á Vísi síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×