Formúla 1

Grosjean fær fimm sæta víti í Þýskalandi

Birgir Þór Harðarson skrifar
Grosjean hefur sýnt að hann getur búið til mikið úr litlu.
Grosjean hefur sýnt að hann getur búið til mikið úr litlu. nordicphotos/afp
Romain Grosjean hjá Lotus-liðinu fær fimm sæta viti á ráslínunni í næsta móti sem fram fer í Hockenheim í Þýskalandi um næstu helgi. Gírkassinn í Lotus-bílnum bilaði svo um hann þurfti að skipta.

Í síðasta hring í breska kappakstrinum í Silverstone komu upp vandræði með gírkassann í bíl Grosjean. Hefði vandamálið komið upp fyrr hefði hann að öllum líkindum ekki getað lokið móti. Grosjean endaði mótið í sjötta sæti á eftir liðsfélaga sínum Kimi Raikkönen.

Ef skipt er um í gírkassa á milli móta fá ökumenn sjálfkrafa fimm sæta refsingu á ráslínu næsta móts. Sama hvar Grosjean lendir í tímatökunum í Hockenheim mun hann falla aftur um fimm sæti.

"Við vorum heppin að gírkassinn klikkaði ekki fyrr í keppninni," sagði James Allison tæknistjóri Lotus. "Grosjean sýndi hins vegar á Silverstone að þó hann ræsi aftarlega þarf það ekki endilega að þýða lélegur árangur í keppni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×