Íslenski boltinn

Árni: Ég harma það að missa Helenu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Stefán
Helena Ólafsdóttir hætti með FH þrátt fyrir ósk FH-inga um að hún héldi áfram starfi sínu hjá félaginu. Þetta staðfesti Árni Guðmundsson, formaður rekstrarstjórnar meistaraflokks kvenna hjá FH, í samtali við Vísi í kvöld.

„Ég lagði hart að henni að halda áfram með liðið enda hefur hún gert frábæra hluti fyrir klúbbinn. Þú sérð árangur okkar í fyrra og þetta hefur gengið ágætlega í sumar þótt menn vilji auðvitað alltaf vera ofar í töflunni. Hún er frábær þjálfari," sagði Árni.

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður Helenu hjá FH, hefur tekið við liðinu til bráðabirgða. Árni segir þær stöllur hafa gert fína hluti saman með meistaraflokk félagsins og 2. flokk félagsins.

„Ég harma það að missa hana," segir Árni um brotthvarf Helenu.

„Hún er fagmanneskja og frábær þjálfari. Þetta er ákvörðun sem hún tekur. Ég lagði hart að henni að halda áfram en hún vildi samt hætta," sagði Árni í samtali við Vísi.

Helena er einn reyndasti þjálfari landsins í kvennaboltanum. Auk þess að gegna stöðu landsliðsþjálfara um tíma hefur hún þjálfað lið FH, Selfoss, KR og Vals með góðum árangri.


Tengdar fréttir

Helena Ólafsdóttir hætt hjá FH

Helena Ólafsdóttir er hætt þjálfun meistaraflokksliðs kvenna í knattspyrnu hjá FH. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu hennar og meistaraflokksráðs Fimleikafélagsins sem birt var á heimasíðu félagsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×