Páll Viðar: Var að spá í að ná í pútterinn út í rútu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2012 07:00 Mynd / Anton Þórsarar eru mættir til Tékklands þar sem liðið mætir FK Mladá Boleslav í samnefndum bæ í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. Eftir þrjú flug og næturgistingu í London æfðu Þórsarar á velli tékkneska liðsins í gær. Æfingin var rétt að hefjast þegar undirritaður náði tali af Páli Viðari Gíslasyni, þjálfara liðsins, í gær. „Þetta er copy-paste frá því síðast. Vegalengdin er ekki löng en með millilendingum, gistingu yfir nótt og biðtíma tekur þetta tíma," sagði Páll Viðar á meðan hann fylgdist með leikmönnum sínum skokka úr sér ferðaþreytuna. „Auðvitað eru menn misjafnir eftir aldri og ástandi að loknu svona ferðalagi. En menn verða klárir á morgun. Það er alveg klárt," sagði Páll Viðar sem hafði ekkert nema gott um aðstæður ytra að segja. „Aðstæður eru mjög fínar. Þetta er flottur fimm þúsund manna völlur í miðju Skoda verksmiðjuhverfinu. Liðið er styrkt af Skoda og það eru Skoda bifreiðar úti um allt," sagði Páll Viðar og hrósaði grasinu á vellinum sérstaklega. „Þetta er teppi. Ég var að spá í að ná í pútterinn út í rútu." KR-ingar biðu afhroð í viðureign sinni gegn HJK frá Helsinki í gær 7-0 í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eyjamenn féllu út gegn St. Patrick's frá Írlandi og FH átti í töluverðu basli með Eschen/Mauren frá Liechtenstein. Þórsarar hins vegar slógu út írska liðið Bohemians eftir 5-1 sigur á Þórsvelli en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. „Það gekk upp það sem við ætluðum að gera í 1. umferðinni. Við náðum fínum úrslitum úti, kannski af því að við vorum litla liðið, og skoruðum svo góð mörk heima. Við leggjum þetta svipað upp en við áttum okkur á því að þetta er sterkara lið," segir Páll Viðar sem leggur áherslu á að liðið eigi enn möguleika fyrir seinni leikinn á AKureyri eftir viku. „Við reynum allt sem við getum til að ná eins góðum úrslitum og við getum til að fá alvöru leik á Þórsvelli eftir viku. Það er markmiðið. Menn eru klárir að leggja sig alla í það þó það sé ekki nema bara fyrir fólkið heima á Akureyri að komast á völlinn og sjá alvöru leik," og nefndi í því sambandi að lítill áhugi væri væntanlega í Vesturbænum fyrir síðari viðureign KR og HJK á þriðjudag. „Það er auðvelt að setja sér það markmið að ná hagstæðum úrslitum fyrir seinni leikinn," segir Páll Viðar og uppskriftin fyrir leikin á morgun er einföld. „Við leggjumst, berjumst og fórnum okkur fyrir hvern annan. Svo reynum við að nýta þessar fáu sóknir sem við eflaumst komum til með að fá." Leikur Mladá Boleslav og Þórs hefst klukkan 17 og verður fylgst með gangi mála á Vísi. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór - Bohemian FC 5-1 Þór frá Akureyri vann glæsilegan sigur á Bohemian FC frá Írlandi á Akureyri í kvöld. Sigurður Marinó Kristjánsson var hetja heimamanna og skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö í 5-1 sigri Þórs. 12. júlí 2012 00:01 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sjá meira
Þórsarar eru mættir til Tékklands þar sem liðið mætir FK Mladá Boleslav í samnefndum bæ í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. Eftir þrjú flug og næturgistingu í London æfðu Þórsarar á velli tékkneska liðsins í gær. Æfingin var rétt að hefjast þegar undirritaður náði tali af Páli Viðari Gíslasyni, þjálfara liðsins, í gær. „Þetta er copy-paste frá því síðast. Vegalengdin er ekki löng en með millilendingum, gistingu yfir nótt og biðtíma tekur þetta tíma," sagði Páll Viðar á meðan hann fylgdist með leikmönnum sínum skokka úr sér ferðaþreytuna. „Auðvitað eru menn misjafnir eftir aldri og ástandi að loknu svona ferðalagi. En menn verða klárir á morgun. Það er alveg klárt," sagði Páll Viðar sem hafði ekkert nema gott um aðstæður ytra að segja. „Aðstæður eru mjög fínar. Þetta er flottur fimm þúsund manna völlur í miðju Skoda verksmiðjuhverfinu. Liðið er styrkt af Skoda og það eru Skoda bifreiðar úti um allt," sagði Páll Viðar og hrósaði grasinu á vellinum sérstaklega. „Þetta er teppi. Ég var að spá í að ná í pútterinn út í rútu." KR-ingar biðu afhroð í viðureign sinni gegn HJK frá Helsinki í gær 7-0 í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eyjamenn féllu út gegn St. Patrick's frá Írlandi og FH átti í töluverðu basli með Eschen/Mauren frá Liechtenstein. Þórsarar hins vegar slógu út írska liðið Bohemians eftir 5-1 sigur á Þórsvelli en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. „Það gekk upp það sem við ætluðum að gera í 1. umferðinni. Við náðum fínum úrslitum úti, kannski af því að við vorum litla liðið, og skoruðum svo góð mörk heima. Við leggjum þetta svipað upp en við áttum okkur á því að þetta er sterkara lið," segir Páll Viðar sem leggur áherslu á að liðið eigi enn möguleika fyrir seinni leikinn á AKureyri eftir viku. „Við reynum allt sem við getum til að ná eins góðum úrslitum og við getum til að fá alvöru leik á Þórsvelli eftir viku. Það er markmiðið. Menn eru klárir að leggja sig alla í það þó það sé ekki nema bara fyrir fólkið heima á Akureyri að komast á völlinn og sjá alvöru leik," og nefndi í því sambandi að lítill áhugi væri væntanlega í Vesturbænum fyrir síðari viðureign KR og HJK á þriðjudag. „Það er auðvelt að setja sér það markmið að ná hagstæðum úrslitum fyrir seinni leikinn," segir Páll Viðar og uppskriftin fyrir leikin á morgun er einföld. „Við leggjumst, berjumst og fórnum okkur fyrir hvern annan. Svo reynum við að nýta þessar fáu sóknir sem við eflaumst komum til með að fá." Leikur Mladá Boleslav og Þórs hefst klukkan 17 og verður fylgst með gangi mála á Vísi.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór - Bohemian FC 5-1 Þór frá Akureyri vann glæsilegan sigur á Bohemian FC frá Írlandi á Akureyri í kvöld. Sigurður Marinó Kristjánsson var hetja heimamanna og skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö í 5-1 sigri Þórs. 12. júlí 2012 00:01 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór - Bohemian FC 5-1 Þór frá Akureyri vann glæsilegan sigur á Bohemian FC frá Írlandi á Akureyri í kvöld. Sigurður Marinó Kristjánsson var hetja heimamanna og skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö í 5-1 sigri Þórs. 12. júlí 2012 00:01