Maldonado segist skilja Pirelli dekkin Birgir Þór Harðarson skrifar 2. júlí 2012 20:15 Það er mikilvægt fyrir ökumenn í Formúlu 1 að skilja dekkin því þau eru stór áhrifavaldur í kappakstrinum. nordicphotos/afp Pastor Maldonado sem ekur Williams Renault í Formúlu 1 segist nú skilja hvernig Pirelli-dekkin virka. Hann er því fyrstur til að átta sig á virkni dekkjanna. Öll liðin og ökumenn hafa kvartað undan því að dekkin sem Pirelli skaffar þeim í ár eru óútreiknanleg og varla Formúlu 1 bjóðandi. Aðrir segja að dekkin hafi gert kappaksturinn frábæran. "Ég held ég skilji dekkin mjög vel," sagði Maldonado. "Mikið betur en í fyrra. Jafnvel þó þeim hafi verið breytt þá líður mér loksins vel með þau undir bílnum." Til að útskýra það nánar hvað hann meinar með því að hann skilji dekkin segir hann vita nákvæmlega hvernig hann á að sjá til þess að hann gangi ekki frá þeim. "Ég veit upp á hár hvernig ég á að nota þau heilan kappakstur og hvernig ég fæ þau til að lifa lengur. Ég er alltaf að reyna að bæta mig en ég held að blandan af mér, bílnum og dekkjunum sé góð." Maldonado vann kappaksturinn á Spáni í ár og átti góða möguleika á stigasæti í Valencia núna síðast. Hann eyðilagði hins vegar fyrir sér með því að aka inn í hliðina á Lewis Hamilton, sem hafði slátrað dekkjunum undir lok keppni. Formúla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Pastor Maldonado sem ekur Williams Renault í Formúlu 1 segist nú skilja hvernig Pirelli-dekkin virka. Hann er því fyrstur til að átta sig á virkni dekkjanna. Öll liðin og ökumenn hafa kvartað undan því að dekkin sem Pirelli skaffar þeim í ár eru óútreiknanleg og varla Formúlu 1 bjóðandi. Aðrir segja að dekkin hafi gert kappaksturinn frábæran. "Ég held ég skilji dekkin mjög vel," sagði Maldonado. "Mikið betur en í fyrra. Jafnvel þó þeim hafi verið breytt þá líður mér loksins vel með þau undir bílnum." Til að útskýra það nánar hvað hann meinar með því að hann skilji dekkin segir hann vita nákvæmlega hvernig hann á að sjá til þess að hann gangi ekki frá þeim. "Ég veit upp á hár hvernig ég á að nota þau heilan kappakstur og hvernig ég fæ þau til að lifa lengur. Ég er alltaf að reyna að bæta mig en ég held að blandan af mér, bílnum og dekkjunum sé góð." Maldonado vann kappaksturinn á Spáni í ár og átti góða möguleika á stigasæti í Valencia núna síðast. Hann eyðilagði hins vegar fyrir sér með því að aka inn í hliðina á Lewis Hamilton, sem hafði slátrað dekkjunum undir lok keppni.
Formúla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira