Tímatakan stöðvuð vegna rigninga Birgir Þór Harðarson skrifar 7. júlí 2012 12:44 Roman Grosjean var einn þeirra sem fór útaf á tímatökuhring. nordicphotos/afp Tímatökunni fyrir breska kappaksturinn á Silverstone var frestað vegna úrhellis. Þó regndekkin losi 60 lítra af vatni á sekúndu dugaði það ekki og það var ekkert annað í stöðunni. Ástæðan fyrir því að Formúlu 1 bílar geta ekki ekið í svona mikilli rigningu, eins og götubílar okkar, er að F1 bílar vega aðeins rúmlega 600 kíló, dekkin eru mun breiðari og hæð undirvagnsins frá vegi telur aðeins nokkra millimetra, hugsanlega sentimetra. Fyrsta lota tímatökunnar er búin og þar féll Jenson Button úr leik. Hann mun ræsa átjándi þó tímatökunni verði áfram haldið. Það byrjaði svo að rigna þegar fyrstu lotunni var að ljúka. Sex mínútur eru eftir af annari lotu. Dómarar og mótshaldarar eru nú að velta fyrir sér hvort stöðva megi tímatökuna og fara heim eða hvort það eigi að bíða eftir að það stytti upp. Fari menn heim nú mun Sergio Perez á Sauber vera á ráspól, Lewis Hamilton á McLaren í öðru sæti og Nico Rosberg á Mercedes þriðji. Það verður þó að teljast ólíklegt þar sem engin tímamörk eru á því hversu lengi tímataka fyrir kappaktur getur staðið. Stytti ekki upp fyrir myrkur verður tímatökunni frestað fram á morgun. Fordæmi er fyrir því. Það var gert í Japan fyrir nokkrum árum. Tímatakan verður að fara fram og klárast áður en keppt er. Formúla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Tímatökunni fyrir breska kappaksturinn á Silverstone var frestað vegna úrhellis. Þó regndekkin losi 60 lítra af vatni á sekúndu dugaði það ekki og það var ekkert annað í stöðunni. Ástæðan fyrir því að Formúlu 1 bílar geta ekki ekið í svona mikilli rigningu, eins og götubílar okkar, er að F1 bílar vega aðeins rúmlega 600 kíló, dekkin eru mun breiðari og hæð undirvagnsins frá vegi telur aðeins nokkra millimetra, hugsanlega sentimetra. Fyrsta lota tímatökunnar er búin og þar féll Jenson Button úr leik. Hann mun ræsa átjándi þó tímatökunni verði áfram haldið. Það byrjaði svo að rigna þegar fyrstu lotunni var að ljúka. Sex mínútur eru eftir af annari lotu. Dómarar og mótshaldarar eru nú að velta fyrir sér hvort stöðva megi tímatökuna og fara heim eða hvort það eigi að bíða eftir að það stytti upp. Fari menn heim nú mun Sergio Perez á Sauber vera á ráspól, Lewis Hamilton á McLaren í öðru sæti og Nico Rosberg á Mercedes þriðji. Það verður þó að teljast ólíklegt þar sem engin tímamörk eru á því hversu lengi tímataka fyrir kappaktur getur staðið. Stytti ekki upp fyrir myrkur verður tímatökunni frestað fram á morgun. Fordæmi er fyrir því. Það var gert í Japan fyrir nokkrum árum. Tímatakan verður að fara fram og klárast áður en keppt er.
Formúla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira