Sport

Ingeborg hafnaði í fimmta sæti | Matthildur komst ekki í úrslit

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ingeborg í kasthringnum.
Ingeborg í kasthringnum. Mynd / Jón Björn Ólafsson
Frjálsíþróttakonan Ingeborg Eide Garðarsdóttir úr FH hafnaði í fimmta sæti í kringlukasti á Evrópumóti fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fram fer í Stadskanaal í Hollandi.

Ingeborg kastaði spjótinu lengst 16,31 metra í lokakasti sínu og tryggði sér fimmta sætið.

Fyrsta kast Ingeborgar var upp á 13,59 metra en annað kastið var ógilt. Í þriðja kastinu flaug kringlan 15,31 metra og svo sléttum metra lengra í lokakastinu.

Frábær árangur Ingeborgar en þetta var í fyrsta sinn sem hún keppir í kringlukasti.

Fyrr í dag keppti Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir í undanrásum í 100 metra hlaupi. Matthildur kom í marka á tímanum 15,89 sekúndum sem er 16/100 frá Íslandsmeti hennar sem hún setti fyrr í mánuðinum.

Matthildur hefur lokið keppni í Hollandi en hún hlaut bronsverðlaun í langstökki.


Tengdar fréttir

Matthildur Ylfa vann brons á EM fatlaðra

Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir vann fyrstu verðlaun Íslands á EM fatlaðra í Stadskanaal í Hollandi í dag þegar hún krækti í bronsverðlaun í langstökki. Matthildur Ylfa hafði fyrr um daginn endaði í 8. sæti í 200 metra hlaupi.

Hulda bætti Íslandsmetið í kúluvarpi

Hulda Sigurjónsdóttir setti nýtt Íslandsmet í kúluvarpi í flokki F20 á Evrópumóti fatlaðra í frjálsum íþróttum í Stadskanaal í Hollandi. Hulda kastaði kúlunni 9,04 metra og bætti eigið Íslandsmet um fjóra sentimetra.

Ingeborg bætti Íslandsmet fatlaðra í spjótkasti

Ingeborg Eide Garðarsdóttir varð í 8. sæti í spjótkasti kvenna í dag á Evrópumóti fatlaðra í Stadskanaal í Hollandi. Ingeborg bætti Íslandsmetið í flokki F37 um heila 59 sentímetra. Ingeborg átti gamla metið sjálf en hún kastaði slétta 15 metra á Íslandsmóti ÍF. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×