Erlent

Rándýrt ef Breivik verður talinn ósakhæfur

BBI skrifar
Ef Anders Behring Breivik verður úrskurðaður ósakhæfur mun það kosta norska ríkið stórfé að vista hann á sérhannaðri einkaréttargeðdeild.

Ef Breivik verður úrskurðaður ósakhæfur verður nauðsynlegt að byggja sérstaka öryggisréttargeðdeild inni í fangelsi til að hýsa hann. Þar yrði fjölmennt starfslið sem aðeins myndi sinna honum. Þetta myndi kosta norska ríkið um 400 milljónir íslenskra króna á ári.

Þetta kom fram í sjónvarpsfréttum RÚV í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×