McLaren treystir á Button þrátt fyrir vonbrigði Birgir Þór Harðarson skrifar 12. júní 2012 06:00 Button hefur átt í vandræðum með að finna jafnvægi í McLaren-bílnum. Pirelli-dekkin eru gríðarlega viðkvæm og hafa mikil áhrif á gengi hans. nordicphotos/afp Jenson Button, ökumaður McLaren í Formúlu 1, er full fær um að snúa við blaðinu eftir fjögur léleg úrslit úr síðustu mótum, að mati yfirmanna McLaren liðsins. Button hefur aðeins skorað eitt stig í síðustu fjórum mótum fyrir McLaren-liðið og er áttundi í heimsmeistarabaráttunni. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, er efstur á blaði eftir sigurinn um helgina. Button hefur sagst vera hissa á slöku gengi í síðustu mótum eftir frábæra byrjun á tímabilinu þar sem hann vann í Ástralíu og varð annar í Kína. "Við höfum ekki langtíma áhyggur af gengi Buttons," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, við veftímaritið Autosport. "Þessu fylgir bara pirringur og vonbrigði." "Jenson er frábær ökumaður og okkur tókst ekki að þjónusta hann nógu vel í Kanada. En við vitum að hann er sterkur andlega og lætur svona hluti ekki á sig fá. Hann mun halda haus og gæti vel orðið sá ökumaður sem vinnur fyrstur tvö mót í sumar." Button hefur átt í erfiðleikum með að finna jafnvægi í McLaren MP4-27 bílnum. Hann er vanalega sá ökuþór sem hefur besta stjórn á dekkjunum og fer vel með þau undir venjulegum kringumstæðum. Vandræði hans hafa þó gríðarleg áhrif á dekkin og í Kanada féll hann aftarlega í röðina vegna ofhitunar afturdekkjanna. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button, ökumaður McLaren í Formúlu 1, er full fær um að snúa við blaðinu eftir fjögur léleg úrslit úr síðustu mótum, að mati yfirmanna McLaren liðsins. Button hefur aðeins skorað eitt stig í síðustu fjórum mótum fyrir McLaren-liðið og er áttundi í heimsmeistarabaráttunni. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, er efstur á blaði eftir sigurinn um helgina. Button hefur sagst vera hissa á slöku gengi í síðustu mótum eftir frábæra byrjun á tímabilinu þar sem hann vann í Ástralíu og varð annar í Kína. "Við höfum ekki langtíma áhyggur af gengi Buttons," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, við veftímaritið Autosport. "Þessu fylgir bara pirringur og vonbrigði." "Jenson er frábær ökumaður og okkur tókst ekki að þjónusta hann nógu vel í Kanada. En við vitum að hann er sterkur andlega og lætur svona hluti ekki á sig fá. Hann mun halda haus og gæti vel orðið sá ökumaður sem vinnur fyrstur tvö mót í sumar." Button hefur átt í erfiðleikum með að finna jafnvægi í McLaren MP4-27 bílnum. Hann er vanalega sá ökuþór sem hefur besta stjórn á dekkjunum og fer vel með þau undir venjulegum kringumstæðum. Vandræði hans hafa þó gríðarleg áhrif á dekkin og í Kanada féll hann aftarlega í röðina vegna ofhitunar afturdekkjanna.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira