Innlent

Þóra Arnórsdóttir: "Ég sé enga skriðdreka“

Ólafur Ragnar Grímsson segir enga tengingu á milli þess að Þóra Arnórsdóttir fór í barneignarleyfi á sama tíma og hann ákvað að hefja kosningabaráttu sína. Hann hafnaði forsendum spurningarinnar og sagði að hann hefði hafið sína baráttu vegna þess að það var orðið ljóst hverjir byðu sig fram og að kjörstjórnir væru búnar að óska eftir meðmælendalistum frambjóðanda.

„Ákvörðunin réðist frekar af ákvörðun kjörstjórnar," sagði Ólafur Ragnar. Aðspurð sagði Þóra að hún hefði enga sérstaka skoðun á því hvenær Ólafur Ragnar ákvað að hefja sína baráttu.

Þá útskýrði Ólafur Ragnar enn og einu sinni að hann myndi hafa skilning á því ef hann næði endurkjöri, og að óvissa í efnahagsmálum og stjórnmálum yrði aflétt, að þjóðin vildi kjósa nýjan forseta. Þóra sagði þá að hún deildi ekki þeirri sýn að hér væri allt á versta veg.

„Ég sé enga skriðdreka," sagði Þóra sem þvert á móti taldi Ísland eiga bjarta framtíð. Þessu var Herdís ósammála og tók undir orð Ólafs Ragnars um óvissuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×