Íslenski boltinn

Pepsi-deild kvenna: Fanndís klobbaði Ingvar Kale

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fanndís Friðriksdóttir skoraði þrennu í 7-1 sigri Breiðabliks gegn Selfossi í 4. umferð Pepsi-deildar kvenna. Fanndís er markahæst í deildinni ásamt liðsfélaga sínum Rakel Hönnudóttur og virðist í fantaformi.

Kolbeinn Tumi Daðason fékk Ingvar Þór Kale, markvörð karlaliðs Breiðabliks, í lið með sér. Tilefnið var vítaspyrnukeppni í anda þeirra sem notast var við á árum áður í bandarísku knattspyrnunni. Þá byrja leikmenn með knöttinn af um 30 metra færi og hafa sex sekúndur til að koma boltanum framhjá markverðinum.

Bæði Fanndís og Ingvar voru kokhraust fyrir keppni en höfðu bæði ástæðu til að fagna í lok keppni. Sjón er sögu ríkari.


Tengdar fréttir

Pepsi-deild kvenna: Telma Hjaltalín fór í kapphlaup við Nesta

Telma Hjaltalín Þrastardóttir, leikmaður Vals í Pepsi-deildinni, er ein sú allra fljótasta í deildinni. Eldfljóti Mosfellingurinn kom inn á sem varamaður gegn Selfossi í síðustu umferð, stakk sér í tvígang inn fyrir vörnina og tryggði Val 4-1 sigur með tveimur mörkum.

Pepsi-deild kvenna: Katrín raðar inn mörkum í miðjum prófum

Katrín Ásbjörnsdóttir byrjaði frábærlega með Þór/KA í Pepsi-deild kvenna um liðna helgi. Hún skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja í 3-1 sigri á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í 1. umferðinni. Það er skammt stórra högga á milli hjá Katrínu því hún þreytir þessa dagana stúdentspróf í MR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×