Djokovic stóðst áhlaup Tsonga og komst í undanúrslit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2012 20:36 Novak Djokovic tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Opna franska meistaramótsins í tennis eftir sigur á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga í fimm setta leik í París. Það var fátt sem leit út fyrir að heimamaðurinn ætti nokkuð í efsta mann heimslistans í fyrsta settinu. Því lauk 6-1 fyrir Serbann og útlitið gott hjá honum. Þá kviknaði hins vegar á Tsonga. Frakkinn vann næstu tvö sett 7-5 og 7-5 og þurfti því sigur í einu setti til viðbótar til að slá út besta tennisspilara heims fyrir framan landa sína. Það tókst honum hins vegar ekki. Litlu munaði þó í æsispennadi fjórða setti. Tsonga fékk tvö tækifæri til þess að tryggja sér sigur en Djokovic stóð pressuna og vann í oddasetti 7-6 (8-6). Í fimmta settinu var svo allur vindur úr Frakkanum og Djokovic vann settið 6-1. Leikur kappanna stóð yfir í fjórar klukkustundir og níu mínútur og var mikil skemmtun. Áhugasömum er bent á að mótið er í beinni útsendingu á Eurosport. Djokovic mætir Svisslendingnum Roger Federer í undanúrslitum. Federer lagði Argentínumanninn Juan Martín del Potro í mögnuðum leik. Del Potro vann fyrstu tvö settin 6-3 og 7-6 (7-4) en þá vaknaði Federer til lífsins. Hann var hreinlega óstöðvandi í þremur síðustu settunum sem hann vann 6-2, 6-0 og 6-3. Á morgun mætast Andy Murray frá Skotlandi og David Ferrer frá Spáni annars vegar og Spánverjarnir Rafael Nadal og Nicolas Almagro hins vegar í síðari viðureignunum í átta manna úrslitunum. Erlendar Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Novak Djokovic tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Opna franska meistaramótsins í tennis eftir sigur á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga í fimm setta leik í París. Það var fátt sem leit út fyrir að heimamaðurinn ætti nokkuð í efsta mann heimslistans í fyrsta settinu. Því lauk 6-1 fyrir Serbann og útlitið gott hjá honum. Þá kviknaði hins vegar á Tsonga. Frakkinn vann næstu tvö sett 7-5 og 7-5 og þurfti því sigur í einu setti til viðbótar til að slá út besta tennisspilara heims fyrir framan landa sína. Það tókst honum hins vegar ekki. Litlu munaði þó í æsispennadi fjórða setti. Tsonga fékk tvö tækifæri til þess að tryggja sér sigur en Djokovic stóð pressuna og vann í oddasetti 7-6 (8-6). Í fimmta settinu var svo allur vindur úr Frakkanum og Djokovic vann settið 6-1. Leikur kappanna stóð yfir í fjórar klukkustundir og níu mínútur og var mikil skemmtun. Áhugasömum er bent á að mótið er í beinni útsendingu á Eurosport. Djokovic mætir Svisslendingnum Roger Federer í undanúrslitum. Federer lagði Argentínumanninn Juan Martín del Potro í mögnuðum leik. Del Potro vann fyrstu tvö settin 6-3 og 7-6 (7-4) en þá vaknaði Federer til lífsins. Hann var hreinlega óstöðvandi í þremur síðustu settunum sem hann vann 6-2, 6-0 og 6-3. Á morgun mætast Andy Murray frá Skotlandi og David Ferrer frá Spáni annars vegar og Spánverjarnir Rafael Nadal og Nicolas Almagro hins vegar í síðari viðureignunum í átta manna úrslitunum.
Erlendar Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira