Formúla 1

Martröð Maldonado í Mónakó heldur áfram

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Áreksturinn í upphafi keppninnar í dag.
Áreksturinn í upphafi keppninnar í dag. Nordic Photos / Getty
Pastor Maldonado hjá Williams lenti í árekstri við Pedro de la Rosa hjá HRT í ræsingunni í Formúlu 1 kappakstrinum í Mónakó sem nú stendur yfir.

Maldonado, sem vann sigur í síðara kappakstri á Spáni, náði áttunda besta tímanum í tímatökum gærdagsins. Hann ræsti engu að síður aftastur vegna tveggja refsinga sem hann hlaut eftir lokaæfinguna og tímatökuna í gær..

Fyrst var Venesúelamaðurinn færður aftur um tíu sæti vegna áreksturs sem hann olli á lokaæfingunni. Nokkrum klukkustundum síðar varð vont verra þegar hann varð færður aftur um fimm sæti til viðbótar vegna bilunar í gírkassa.

Ólán Maldonado var svo fullkomnað í upphafi kappakstursins í dag. Romain Grosjean hjá Lotus féll einnig úr keppni snemma.

Kappaksturinn í Mónakó hófst klukkan 12 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×