Sport

Hrafnhildur í 8. sæti í 50 metra bringusundi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar hafnaði í áttunda sæti í 50 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi. Hrafnhildur synti úrslitasundið á 32.25 sekúndum.

Hrafnhildur setti Íslandsmet í undanrásunum í gær þegar hún kom í mark á 31.85 sekúndum. Hrafnhildur hefur náð frábærum árangri á mótinu en hún hafnaði 5. sæti í 200 metra bringusundi.

Hrafnhildur verður í eldlínunni á eftir en hún syntir annan sprettinn í sveit Íslands í úrslitum í 4x100 metra fjórsundi.


Tengdar fréttir

Hrafnhildur í 5. sæti í 200 metra bringu á EM - setti Íslandsmet

Hrafnhildur Lúthersdóttir setti nýtt Íslandsmet og náði fimmta sætinu í 200m bringusundi kvenna á EM50 í Ungverjalandi þegar hún synti á 2:27,92 mínútum í úrslitasundinu. Hrafnhildur bætti sitt eigið Íslandsmet frá í síðasta mánuði og var aðeins hársbreidd frá því að komast á pall.

Hrafnhildur í úrslit í 50 metra bringusundi

Hrafnildur Lúthersdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar tryggði sér í dag sæti í úrslitum í 50 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug í Ungverjalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×